FréttirSkrá á póstlista

03.12.2014

Venus NS sjósettur í Tyrklandi

Nýtt uppsjávarveiðiskip HB Granda, Venus NS, var sjósett í Hatsan skipasmíðastöðinni í Istanbul í Tyrklandi í gær.

Venus NS er annað af tveimur nýjum uppsjávarveiðiskipum, sem HB Grandi hefur samið um smíði á við tyrknesku skipasmíðastöðina Celiktrans Deniz Insaat Ltd., en að auki hefur verið gengið frá samningum um að stöðin smíði þrjá nýja ísfisktogara fyrir félagið.

Samkvæmt upplýsingum Garðars Svavarssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, var skipið var flutt úr slippnum í Hatsan í flotkví og síðan sett á flot þar. Í framhaldinu var það dregið yfir í Celiktrans skipasmíðastöðina.

,,Þar verður á næstunni unnið við að fullklára skipið að innan sem utan. Á meðan verður skrokkurinn af Víkingi kláraður í Hatsan,“ segir Garðar Svavarsson.

Stefnt er að því að Venus HF verði tilbúinn til afhendingar í apríl á næsta ári og hitt uppsjávarveiðiskipið, Víkingur AK, í lok næsta árs. Nýju ísfisktogarana á að afhenda samkvæmt smíðasamningi á árunum 2016 og 2017.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir