FréttirSkrá á póstlista

04.10.2014

Styttist í sjósetningu Venusar NS 150

Smíði Venusar NS 150, sem er annað af tveimur uppsjávarveiðiskipum sem HB Grandi er með í smíðum í Celiktrans skipasmíðastöðinni í Tyrklandi, miðar vel og stefnt er að því að skipið verði sjósett um miðjan næsta mánuð.

Að sögn Þórarins Sigurbjörnssonar, sem er eftirlitsmaður með smíðinni, var brú og skorsteinshúsi komið fyrir á skipinu sl. mánudag.

,,Aðalvél, gír, rafall, ljósavélar, hliðarskrúfur ásamt öllum tækjum í vélarúmi og búnaði fyrir sjókælingu í RSW tönkum, eru komin á sinn stað og nú er verið að ganga frá röralögnum og rafmagnsköplum. Ekki er búið að ganga frá skrúfubúnaði eða stýri og eins á eftir að setja upp frammastrið,“ segir Þórarinn en hann segist vonast til þess að hægt verði að sjósetja skipið eftir rúman mánuð eða svo.

Hitt uppsjávarveiðiskipið, Víkingur AK, er enn í blokkarsmíði og segir Þórarinn að samsetning á stálblokkunum sé ekki hafin.

,,Það má segja að það sé rólegra yfir smíðinni á seinna uppsjávarveiðiskipinu enda er mest áhersla lögð á smíðina á Venusi NS,“ segir Þórarinn Sigurbjörnsson.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir