FréttirSkrá á póstlista

26.09.2014

Fiskvinnslufyrirtæki ársins

Í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna, sem nú stendur yfir í Kópavogi, voru framúrskarandi fyrirtæki verðlaunuð við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni. Meðal þeirra var HB Grandi sem þótti skara af sem ,,Outstanding Icelandic Processor“ eða sem fiskvinnslufyrirtæki ársins.

,,Það er mjög ánægjulegt að fá viðurkenningu sem þessa. Það segir okkur að tekið sé eftir því sem við erum að gera. Umfram allt er þetta rós í hnappagatið á öllu okkar fiskvinnslufólki sem er vel að þessari viðurkenningu komið," segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sem veitti viðurkenningunni móttöku fyrir hönd félagsins.

Þetta er í sjötta sinn sem Íslensku sjávarútvegsverðlaunin eru veitt en til þeirra var stofnað árið 1999.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir