FréttirSkrá á póstlista

24.09.2014

Nöfn ákveðin fyrir ný skip HB Granda

Eins og kunnugt er hefur verið samið um smíði á fimm nýjum fiskiskipum fyrir HB Granda í Tyrklandi. Þetta eru tvö uppsjávarveiðiskip og þrír ísfisktogarar. Búið að ákveða nöfnin og einkennisstafina fyrir þessar nýsmíðar sem verða afhentar á árunum 2015 til 2017.

Samkvæmt uplýsingum Vilhjálms Vilhjálmssonar, forstjóra HB Granda, verður fyrra uppsjávarveiðiskipið afhent á fyrri hluta næsta árs. Það mun má nafnið Venus NS. Í lok sama árs verður seinna uppsjávarveiðiskipið afhent og mun það heita Víkingur AK.

Tveir af ísfisktogurunum verða afhentir á árinu 2016 og mun sá fyrri heita Engey RE og sá seinni Akurey AK. Síðasti ísfisktogarinn verður afhentur í Tyrklandi á árinu 2017 og kemur hann til með að bera nafnið Viðey RE.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir