FréttirSkrá á póstlista

12.09.2014

Aflaheimildir HB Granda fiskveiðiárið 2014/15

Samkvæmt úthlutun sjávarútvegsráðuneytisins á aflaheimildum fyrir nýhafið fiskveiðiár, koma alls 40.125 þorskígildistonn í hlut skipa HB Granda. Það samsvarar 10,67% af heildarúthlutun fiskveiðiársins. Þetta er 0,50% lægri hlutdeild en HB Grandi var með í upphafi fiskveiðiárs. Skýringin er sú að misjafnt er hve mikið vægi einstaka fisktegundir hafa í þorskígildum frá ári til árs.

Ef litið er á úthlutunina fyrir fiskveiðiárið kemur í ljós að heildarkvótinn nemur alls tæplega 439 þúsund tonnum eða rúmlega 376 þúsund þorskígildistonnum. Um er að ræða lítilsháttar samdrátt milli fiskveiðiára en sambærilegar tölur fyrir fiskveiðiárið 2013/14 voru 443,3 þúsund tonn og 381,4 þúsund þorskígildistonn.

HB Grandi fær úthlutað alls 48.853 tonnum af kvóta í hinum ýmsu tegundum en sambærileg tala fyrir nýliðið fiskveiðiár var 50.352 tonn. Sem hlutfall af heildarúthlutun í tonnum talið er hlutdeild HB Granda nú 11,13% en hún var 11,36% á síðasta fiskveiðiári. Vert er að hafa í huga að eftir á að gefa út kvóta í deilitegundum eins og norsk-íslenskri síld, loðnu, makríl og kolmunna en sú úthlutun miðast venju samkvæmt við almanaksárið.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir