FréttirSkrá á póstlista

25.06.2014

Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Noregs í heimsókn hjá HB Granda

Elisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, er stödd hérlendis í tilefni af árlegum fundi Norrænu ráðherranefndarinnar um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt sem hefst á Selfossi í dag. Aspaker tók daginn snemma og heimsóttu hún og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra höfuðstöðvar HB Granda með fylgdarliði sínu í morgun.

,,Við erum ekki óvanir að taka á móti erlendum gestum og norski ráðherrann fékk kynningu á fyrirtækinu, fór svo í skoðunarferð um vinnsluna á Norðurgarð og fylgdist með löndun úr Sturlaugi H. Böðvarssyni AK. Í hádeginu var gestunum svo boðið upp á gómsætan karfa í mötuneytinu,“ segir Brynjólfur Eyjólfsson, markaðsstjóri HB Granda, en Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri tók á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra ásamt Torfa Þ. Þorsteinssyni, deildarstjóra botnfiskssviðs, auk Brynjólfs.

Í fylgdarliði norska ráðherrans voru Dag Wernø Holter, sendiherra, Vidar Landmark, skrifstofustjóri, Astrid Holtan, deildarstjóri, Ingrid Dåsnes, kynningarstjóri, og Tore Riise, ráðgjafi sjávarútvegsráðherrans. Frá íslenska atvinnuvegaráðuneytinu komu Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri, Jóhann Guðmundsson, deildarstjóri og Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra.

Í frétt á heimasíðu Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, stýri fundinum á Selfossi þar sem Ísland fari þetta árið með formennsku í Norðurlandasamstarfinu.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir