FréttirSkrá á póstlista

28.05.2014

Fjölskylduhátíð HB Granda á sjómannadaginn

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um næstu helgi og ber hann að þessu sinni upp á 1. júní. Líkt og mörg undanfarin ár er HB Grandi einn af styrktaraðilum Hátíðar hafsins, sem Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð standa að, og auk þess verður boðið upp á fjölbreytta fjölskylduskemmtun í boði HB Granda á Norðurgarði.

Að sögn Brynjólfs Eyjólfssonar, markaðsstjóra HB Granda, verður hátíðarsvæðið á Norðurgarði opið frá kl. 12 á sjómannadeginum. Í boði verða drykkir, pylsur, frostpinnar, popp, vöflur, blöðrur og margt ?eira. Sirkus verður á svæðinu, leiktæki fyrir börn á öllum aldri og fjörug dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Dagskráin hefst með því að kl. 13.00 stíga Atli Þór og Gói á svið og skemmta gestum. 20 mínútum síðar er komið að hópi frá Latabæ og kl. 13.50 taka Jón Arnór töframaður og Palli Jójó við keflinu og sýna listir sínar. Báðir tóku þeir þátt í Ísland Got Talent á dögunum við góðan orðstýr. Kl. 14.30 stíga Skoppa og Skrítla á svið og syngja og leika en formlegri dagskrá lýkur kl. 16.00.

Mörg undanfarin ár hefur HB Grandi verið með kaffiveitingar fyrir gesti og gangandi í mötuneyti félagsins í Norðurgarði en að þessu sinni verða öll hátíðarhöld og veitingar utandyra. Ástæðan er einföld. Fyrir ári síðan var mannmergðin á Grandanum slík að ekkert mötuneyti, sama hve stórt það er, ræður við þvílíkan fjölda.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir