FréttirSkrá á póstlista

08.05.2014

Gunnar kokkur stendur vaktina í fjórða sinn

Sýningargestir, sem lagt hafa leið sína á sýningarbás HB Granda á sjávarútvegssýningunni í Brussel síðustu daga, hafa líkt og áður fengið að smakka á ýmsum smáréttum úr íslensku fiskmeti í boði félagsins. 

Það er Gunnar Ólafsson, kokkur á ísfisktogaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni AK, sem er maðurinn á bak við smáréttina og reyndar aðrar veitingar, og er þetta í fjórða skiptið sem hann stendur vaktina á sýningarbás félagsins í Brussel.

,,Gunnar stendur sig mjög vel. Hann hefur verið hér í lykilhlutverki við að sjá viðskiptavinum okkar og einnig starfsmönnum fyrir heilsusamlegu fæði og kynna íslenskt fiskmeti,“ segir Brynjólfur Eyjólfsson, markaðsstjóri HB Granda, en hann segir að líkt og fyrr hafi þetta framtak mælst mjög vel fyrir.

Meðal þess, sem Gunnar hefur töfrað fram að þessu sinni, eru humarsúpa með karfa, sushibitar, karfatartar, kaldreykt þorskhrogn frá Vigni G. Jónssyni, karfaspjót með parmaskinku og formaðar þorsk- og ufsamedalíur. Er þá fátt eitt nefnt.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir