FréttirSkrá á póstlista

07.05.2014

Annir á fyrsta degi sjávarútvegssýningarinnar í Brussel

Miklar annir voru á sýningarbás HB Granda á fyrsta degi stærstu sjávarúvegssýningar heims, Seafood Expo Global sem hófst í Brussel í gær, en sýningin stendur yfir í þrjá daga líkt og venjulega.

,,Það hefur mikill fjöldi komið á sýningarbásinn og þetta er kærkomið tækifæri til að ræða við gamalgróna viðskiptavini og sömuleiðis aðra þá sem áhuga hafa á afurðum okkar. Það er gott hljóð í fólki og sýningin fer mjög vel af stað,“ sagi Brynjólfur Eyjólfsson, markaðsstjóri HB Granda er rætt var við hann í gær.

,,Við fengum mjög góða gesti hingað í morgun en þá mætti sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, með föruneyti úr ráðuneytinu og sendiráði Íslands í Brussel. Ráðherra staldraði við góða stund og gaf sér tíma til að ræða við fólkið,“ segir Brynjólfur Eyjólfsson.

Sýningarbás HB Granda er númer 839-1 í sýningarhöll 6 á svæði sem Íslandsstofa skipuleggur.

Myndin: Á myndinni eru frá hægri: Sólveig Arna Jóhannesdóttir sölustjóri, Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, Þórður Ibsen, sendiherra í Belgíu, Brynjólfur Eyjólfsson, markaðsstjóri, Svavar Svavarsson, þróunarstjóri og Steinar Ingi Matthíasson, sendifulltrúi og frú.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir