FréttirSkrá á póstlista

23.04.2014

Vinnsla á kolmunna hófst á Vopnafirði um páskahelgina

Vinnsla á kolmunna hófst um sl. helgi hjá fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði en þá lönduðu skip félagsins þar rúmlega 5.000 tonna afla. Áður hafði rúmlega 4.000 tonnum verið landað til vinnslu hjá verksmiðju félagsins á Akranesi.

Að sögn Sveinbjörns Sigmundssonar, verksmiðjustjóra hjá HB Granda á Vopnafirði, komu skipin Faxi RE, Ingunn AK og Lundey NS öll með afla til Vopnfjarðar um helgina.

,,Vinnslan gengur mjög vel. Hér er unnið á tveimur 12 tíma vöktum allan sólarhringinn. Við náðum ekki að ljúka við stækkun verksmiðjunnar áður en þessi afli barst að landi og það verður að bíða þar til þessari vinnslu líkur. Við erum þó farnir að nota hluta nýja búnaðarins með góðum árangri,“ sagði Sveinbjörn Sigmundsson.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir