FréttirSkrá á póstlista

23.03.2014

,,Tjáum okkur ekki um viðskipti okkar við High Liner"

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sér ekki ástæðu til að tjá sig í fjölmiðlum um viðskipti félagsins við bandaríska félagið High Liner. Hann segir hlutabréf félagsins ganga kaupum og sölum á markaði og útilokað sé fyrir félagið að hlutast til um hvernig einstakir hluthafar hagi sínum högum.

,,Við erum sammála stjórnvöldum í skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda en höfum ekkert með það að gera hvaða starfsemi einstakir hluthafar kjósa að stunda eða stunda ekki."

Vilhjálmur segir birgðir afurða félagsins í lágmarki og hefur ekki áhyggjur af sölu þeirra.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir