FréttirSkrá á póstlista

26.02.2014

Loðnuhrognafrysting hafin á Vopnafirði

Hrognataka hófst hjá uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði sl. mánudag er byrjað var að landa úr Lundey NS. Að sögn Magnúsar Róbertssonar vinnslustjóra verður lokið við frystingu á hrognum úr þeim farmi í dag. Faxi RE er í höfn á Vopnafirði og líkt og í tilviki Lundeyjar verður áhersla lögð á hrognatöku og –frystingu.

,,Vinnslan hefur gengið vel og hrognin eru af ágætum gæðum. Hins vegar hefur hratt gengið á kvótann og framhaldið ræðst af því hvort bætt verður við hann,“ segir Magnús Róbertsson.

Veiðar skipa HB Granda hafa gengið ágætlega og þau hafa haldið sig á svæðinu við Malarrif á sunnanverðu Snæfellsnesi. Um 90 manns vinna í uppsjávarfrystihúsinu á Vopnafirði þessa dagana.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir