FréttirSkrá á póstlista

14.02.2014

Umferð flutningabíla í gegnum miðborgina hefur stórminnkað með tilkomu Ísbjarnarins

Ferðum flutningabíla um miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 110 frá áramótum með tilkomu Ísbjarnarins, hinnar nýju frystigeymslu HB Granda á Norðurgarði. Frá áramótum hefur um 1.300 tonnum af frystum afurðum verið skipað út frá Ísbirninum. Magnið svarar til um 55 gáma með 24-25 tonn af afurðum.

Áður en Ísbjörninn var tekinn í notkun þurftu flutningabílar að aka með gáma frá Sundahöfn út á Granda og síðan aftur til baka í Sundahöfn.

Það er fyrirtækið Landar ehf. sem sér um löndunarþjónustu fyrir skip HB Granda í Reykjavík og á Akranesi og að sögn framkvæmdastjórans, Reynis Daníelssonar, hefur tilkoma Ísbjarnarins breytt miklu.

,,Starfsemin í Ísbirninum hófst 1. júní í fyrra og um leið urðu miklar breytingar á tilhögun við löndun og geymslu frystra afurða. Fyrir þann tíma þurftu flutningabílar að fara með frystigáma í gegnum miðbæinn og vestur á Granda þar þar sem afurðirnar voru settar í þá. Síðan var ekið með gámana um miðborgina inn í Sundahöfn, þaðan sem þeim var skipað út. Nú hefur verulega dregið úr ferðum stórra flutningabíla um Mýrargötu og Skúlagötu,“ segir Reynir Daníelsson.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir