FréttirSkrá á póstlista

14.02.2014

Umferð flutningabíla í gegnum miðborgina hefur stórminnkað með tilkomu Ísbjarnarins

Ferðum flutningabíla um miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 110 frá áramótum með tilkomu Ísbjarnarins, hinnar nýju frystigeymslu HB Granda á Norðurgarði. Frá áramótum hefur um 1.300 tonnum af frystum afurðum verið skipað út frá Ísbirninum. Magnið svarar til um 55 gáma með 24-25 tonn af afurðum.

Áður en Ísbjörninn var tekinn í notkun þurftu flutningabílar að aka með gáma frá Sundahöfn út á Granda og síðan aftur til baka í Sundahöfn.

Það er fyrirtækið Landar ehf. sem sér um löndunarþjónustu fyrir skip HB Granda í Reykjavík og á Akranesi og að sögn framkvæmdastjórans, Reynis Daníelssonar, hefur tilkoma Ísbjarnarins breytt miklu.

,,Starfsemin í Ísbirninum hófst 1. júní í fyrra og um leið urðu miklar breytingar á tilhögun við löndun og geymslu frystra afurða. Fyrir þann tíma þurftu flutningabílar að fara með frystigáma í gegnum miðbæinn og vestur á Granda þar þar sem afurðirnar voru settar í þá. Síðan var ekið með gámana um miðborgina inn í Sundahöfn, þaðan sem þeim var skipað út. Nú hefur verulega dregið úr ferðum stórra flutningabíla um Mýrargötu og Skúlagötu,“ segir Reynir Daníelsson.

 

Nýjustu fréttir

31.12.2019

Gleðilegt ár

24.12.2019

Gleðileg jól

Allar fréttir