FréttirSkrá á póstlista

24.01.2014

Samfélagsábyrgð höfð að leiðarljósi – HB Grandi gerist aðili að Festu

HB Grandi hefur gerst aðili að Festu sem er þekkingarmiðstöð fyrirtækja um samfélagsábyrgð. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, og Ketill B. Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, handsöluðu samkomulag þess efnis í lok fjölmenns kynningarfundar sem Festa og Samtök atvinnulífsins stóðu fyrir.

,,Það hefur ætið verið metnaður HB Granda að öll starfsemi félagsins endurspegli ábyrgð gagnvart samfélaginu. Við teljum okkur standa vel að rekstri fyrirtækisins, viljum að starfsfólkinu líði vel í vinnu sinni og hafi einnig það viðhorf að við störfum fyrir allt samfélagið og séum hluti af því,” segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.

Að sögn Ketils B. Magnússonar er það mikið fagnaðarefni að fá HB Granda í hóp fyrirtækjanna innan Festu, fyrst íslenskara sjávarútvegsfyrirtækja. 

,,Það eru mikil tækifæri sem felast í að taka upp hugmyndafræði samfélagsábyrgðar og samþætta þannig með markvissum hætti stefnu fyrirtækisins við umhverfis- og samfélagslega þætti starfseminnar,” segir Ketill B. Magnússon.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir