FréttirSkrá á póstlista

29.11.2013

Heimkomu Helgu Maríu AK fagnað í Reykjavík

Helga María AK kom til hafnar í Reykjavík laust fyrir hádegi í gærmorgun eftir tæplega sex sólarhringa siglingu frá Gdansk í Póllandi þar sem þessum fyrrum frystitogara HB Granda var breytt í ísfisktogara.

Vel var tekið á móti Eiríki Ragnarssyni skipstjóra og öðrum skipverjum við komuna til Reykjavíkur og m.a. færðu Torfi Þorsteinsson, deildarstjóri botnfiskveiðisviðs félagsins, og Loftur Bjarni Gíslason, útgerðastjóri ísfiskskipa, skipverjum forláta tertu með mynd af hinum nýja ísfisktogara.

Í dag hófst vinna við niðursetningu á búnaði á millidekki Helgu Maríu og að sögn Lofts Bjarna er reiknað með því að það verk taki rúman mánuð. Gangi allt eftir ætti Helga María því að komast til veiða í byrjun nýs árs.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir