FréttirSkrá á póstlista

18.10.2013

Brjóstmynd af Árna Vilhjálmssyni afhjúpuð í Odda

Brjóstmynd af Árna heitnum Vilhjálmssyni, prófessor og fyrrverandi stjórnarformanni HB Granda, var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Odda, húsi félagsvísindasviðs HÍ, nú í byrjun vikunnar. Það var Ingibjörg Björnsdóttir, ekkja Árna, sem afhjúpaði brjóstmyndina en hún er eftir Gerði Gunnarsdóttur myndhöggvara.

Afhjúpun brjóstmyndarinnar fór fram í tengslum við fjölsótt málþing, sem haldið var til minningar um Árna, í hátíðarsal Háskóla Íslands. Að málþinginu stóðu félagsvísindasvið Háskóla Íslands og Rannsóknaráð um nýsköpun og hagvöxt (RNH). Brjóstmyndin var gjöf Hvals hf. til HÍ en Árni heitinn var stjórnarformaður þess félags um árabil.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir