FréttirSkrá á póstlista

28.09.2013

Frystitogararnir með rúmlega 6.400 tonna makrílafla í sumar

Frystitogarar HB Granda gerðu það gott á makrílveiðum í sumar og samkvæmt upplýsingum Steindórs Sverrissonar, útgerðarstjóra frystiskipanna, fengu togararnir þrír alls tæplega 6.440 tonn af makríl á meðan úthaldinu stóð. Síld fékkst sem meðafli en magnið var mikið, 496 tonn eða rétt rúm 7% af heildaraflanum upp á rúmlega 6.930 tonn.

Makrílveiðarnar hófust með því að Þerney RE fór til veiða þann 19. júní sl. og Örfirisey RE hóf veiðarnar tveimur dögum síðar. Íslensk skip fengu veiðileyfi í grænlesku lögsögunni þegar komið var fram í júlí og fór Þerney til veiða samkvæmt því leyfi þann 13. júlí. Höfrungur III AK hóf ekki makrílveiðar fyrr en upp úr miðjum júlímánuði og var skipið að veiðum í íslenskri lögsögu líkt og Örfirisey. Makrílveiðunum lauk síðan um sl. mánaðamót.

Örfirisey var aflahæst HB Granda skipanna með samtals 3.145 tonna afla og þar af voru 206 tonn af síld. Þerney var með tæplega 3.070 tonn en þar af voru 225 tonn af síld og rúmlega 640 tonn af makríl sem fengust í grænlensku lögsögunni. Höfrungur III var með rúmlega 720 tonna afla en þar af voru 65 tonn af síld.

Makrílveiðarnar, sem togaraflotanum standa til boða yfir sumarmánuðina, hafa átt stóran þátt í því að hægt hefur verið að halda togurunum í útgerð árið um kring. Ef þeirra nyti ekki við er víst að gera þyrfti hlé á útgerð margra togara síðustu mánuði kvótaársins.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir