FréttirSkrá á póstlista

09.09.2013

Ný og fullkomin pökkunar-og flokkunarstöð tekin í notkun á Norðurgarði

Tekin hefur verið í notkun ný og fullkomin pökkunar- og flokkunarstöð frá Marel fyrir ferskfiskbita í fiskiðjuveri HB Granda á Norðurgarði í Reykjavík. Stöðin er sjálfvirk með tveimur línum þannig að hægt er að flokka og pakka tveimur fisktegundum samtímis. Á hvorri línu er hægt að flokka ferskfiskbitana í sjö mismunandi stærðarflokka.

Að sögn Birkis Hrannars Hjálmarssonar, vinnslustjóra í Reykjavík, var stöðin, sem aðallega er ætluð til flokkunar og pökkunar á ufsa og þorski, formlega tekin í notkun fyrir tveimur vikum og hann segir að byrjunin lofi góðu.

,,Reynslan er reyndar stutt og það tekur tíma fyrir starfsfólkið að temja sér ný vinnubrögð. Þetta er hins vegar allt á réttri leið. Kosturinn við nýju stöðina er sá að við getum brugðist strax við óskum kaupenda um ákveðna stærð á bitum. Vigtun og flokkun verður sömuleiðis mun nákvæmari,“ segir Birkir Hrannar Hjálmarsson en búnaðurinn verður fyrst um sinn notaður til að flokka og pakka ufsabitum. Þar til nú hafa allir ferskir ufsabitar í Norðurgarði verið grófflokkaðir á meðan allir frystir bitar hafa farið í gegnum nákvæma flokkum.

Kaupin á flokkunar- og pökkunarstöðinni eru liður í að búa fiskvinnsluna í Reykjavík undir það að takast á við fyrirsjáanlega aukningu í ferskfiskvinnslu.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir