FréttirSkrá á póstlista

22.08.2013

Samrunaáætlun við Laugafisk ehf.

Stjórnir HB Granda hf. og Laugafisks ehf. hafa samþykkt samrunaáætlun félaganna. Laugafiskur ehf. sem rekur fiskþurrkun á Akranesi mun verða rekinn í óbreyttri mynd og mun starfsfólk félagsins eiga kost á að halda starfi sínu gangi samruninn eftir. Laugafiskur ehf. hefur tekið á móti um 6.500 tonnum af fiskafurðum á ári til þurrkunar og útflutnings til Nígeríu. HB Grandi hefur verið stærsti birgir Laugafisks en félagið hefur einnig selt öðrum fyrirtækjum fiskafurðir til þurrkunar. Með aukinni landvinnslu HB Granda mun efni til þurrkunar aukast verulega frá því sem verið hefur. Mest verður aukningin á þorskafurðum (hausum og hryggjum) en þorskvinnsla HB Granda fer fram á Akranesi í næsta húsi við fiskþurrkun Laugafisks ehf. Tillaga um samrunann verður verður borin undir ódagsetta hluthafafundi félaganna

Nýjustu fréttir

Allar fréttir