FréttirSkrá á póstlista

16.07.2013

160 til 170 manns í uppsjávarvinnslunni á Vopnafirði í sumar

Vinnsla á makríl og síld hófst í fiskiðjuveri HB Granda á Vopnafirði nú í byrjun vikunnar. Faxi RE kom með fyrsta afla vertíðarinnar sl. sunnudag og var lokið við að vinna hann í gærkvöldi.

Að sögn Magnúsar Róbertssonar vinnslustjóra fór vinnslan rólega af stað.

,,Það var allt klárt fyrir vertíðina en reynslan sýnir okkur að það tekur alltaf dálítinn tíma að stilla vinnslubúnaðinn og ná upp fullum afköstum,“ segir Magnús en að hans sögn munu um 160 til 170 manns starfa við uppsjávarfrystihúsið í sumar. Þar eru rúmlega 80 fastráðnir starfsmenn en hinir koma úr röðum skólafólks og annars afleysingafólks. Magnús segir að töluvert sé um að brottfluttir Vopnfirðingar eða aðrir, sem tengsl hafa við staðinn, sækist eftir að komast í afleysingar yfir sumarmánuðina og fram á haustið.

Ingunn AK er nú á miðunum SA af landinu og Faxi var væntanlegur þangað síðdegis. Lundey NS er í Reykjavík og ekki farin til veiða.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir