FréttirSkrá á póstlista

03.07.2013

Grillveisla á Norðurgarði í blíðunni

Hátt í 200 starfsmenn HB Granda tóku þátt í veglegri grillveislu sem efnt var til við frystigeymsluna Ísbjörninn á Norðurgarði í dag. Sú hefð hefur skapast að á hverju sumri er starfsmönnum félagsins boðið til grillveislu á athafnasvæðinu á Norðurgarði og reynt er að koma því þannig fyrir að veislan fari fram á góðviðrisdögum að sumarlagi.

,,Við vorum einstaklega heppin með veðrið í dag en því er ekki að leyna að við höfum þurft að bíða ærið lengi eftir sólríkum sumardegi þetta árið,“ segir Torfi Þorsteinsson, deildarstjóri botnfiskssviðs HB Granda.

Það voru Arnbjörn Arason, yfirkokkur í mötuneyti HB Granda á Norðurgarði, og hans fólk sem sá um matseldina en í boði var grillað lamba- og svínakjöt sem og grillaðar pylsur með tilheyrandi meðlæti. Við bryggjuna lá Höfrungur III AK en verið var að landa frystum afurðum úr skipinu í nýju frystigeymsluna, Ísbjörninn.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir