FréttirSkrá á póstlista

07.05.2013

Um listamanninn

Ólöf Nordal er fædd árið 1961. Hún lagði stund á nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og í Gerrit Ritveld Academi í Amsterdam. Ólöf er einnig með MFA (Master of Fine Arts) gráður frá Yale University og Cranbrook Academy of Art í Michigan.

Ólöf hefur haldið 19 einkasýningar frá árinu 1994 og sú síðasta var stór sýning hennar sem haldin var í Listasafni Íslands í fyrra. Ólöf hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi sem og í Bandaríkjunum og Evrópu, þar með talið í Rússlandi. Verk Ólafar samanstanda aðallega af þrívíddarverkum en einnig af ljósmyndum videolistaverkum og gjörningum. Þá hefur hún sömuleiðis komið að hönnun búninga og sviðsmynda fyrir leikhús.

Ólöf hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína, m.a. viðurkenningu Richard Serra sjóðsins árið 2005 og starfslaun myndlistarmanna.Verk hennar hafa verið sett upp í opinberu rými, m.a. í Alþingishúsinu og í Ísafjarðarkirkju og þau er einnig að finna á Seltjarnarnesi og á Hvammstanga. Eins má nefna að Ólöf er höfundur minnismerkis um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur sem sett var upp í Reykjavík. Hún hefur einnig sinnt kennslu í Listaháskóla Íslands og Myndlistaskóla Reykjavíkur.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir