FréttirSkrá á póstlista

06.03.2013

Andlát

Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda hf., lést í gær 80 ára að aldri. Árni sinnti á farsælum ferli fjölmörgum trúnaðar- og stjórnarstörfum bæði fyrir einkaaðila og hið opinbera. Hann var prófessor við viðskiptadeild Háskóla Íslands 1961-1998.

Árið 1988 stóð Árni fyrir kaupum fjögurra fyrirtækja á Granda hf. af Reykjavíkurborg. Um þetta leyti áraði illa í sjávarútvegi og hafði rekstur félagsins ekki gengið sem skyldi. Við eigendaskiptin tók Árni að sér stjórnarformennsku í Granda hf. og sinnti henni af einstakri alúð og trúmennsku þar til yfir lauk.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um hve vel hefur tekist til með rekstur og uppbyggingu HB Granda hf. Félagið hefur vaxið og dafnað og stendur nú traustum fótum.

Við þökkum þau forréttindi að hafa fengið að vinna með Árna Vilhjálmssyni og vottum eiginkonu hans, Ingibjörgu Björnsdóttir, dætrum þeirra og fjölskyldum innilega samúð okkar.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda hf.
Svavar Svavarsson, deildarstjóri markaðsdeildar HB Granda hf.
Torfi Þ. Þorsteinsson, deildarstjóri landvinnslu HB Granda hf.
Rúnar Þór Stefánsson, útgerðarstjóri HB Granda hf.
Jónas Guðbjörnsson, fjármálastjóri HB Granda hf.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir