FréttirSkrá á póstlista

12.02.2013

Listamenn í vettvangsferð

Svo sem greint hefur verið frá hér á heimasíðunni voru listamennirnir Olga Bergmann, Ólöf Nordal, Rósa Gísladóttir og Þór Vigfússon valdir til að taka þátt í lokakeppni um gerð umhverfislistaverks á vegg nýrrar frystigeymslu HB Granda á Norðurgarði eða í næsta nágrenni byggingarinnar. Listamennirnir voru boðaðir til fundar með dómnefnd og trúnaðarmanni samkeppninnar í húsakynnum HB Granda í dag.

Að sögn Torfa Þorsteinssonar, forstöðumanns landvinnslu HB Granda, fengu listamennirnir afhenta samkeppnislýsingu vegna keppninnar á fundinum. Þeim var einnig kynnt starfsemi félagsins auk þess sem farið var að nýbyggingunni, sem nú er farin að taka á sig mynd, og í lokin var farið í skoðunarferð um fiskiðjuver HB Granda á Norðurgarði.

Listamennirnir fá hver um sig 300 þúsund krónur til að fullmóta tillögur sínar en þeim á að vera búið að skila fyrir 10. apríl nk. Niðurstaða í samkeppninni á síðan að liggja fyrir eigi síðar en 5. maí nk. og setja á listaverkið, sem ber sigur úr býtum í samkeppninni, upp á þessu ári.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir