FréttirSkrá á póstlista

24.01.2013

Aflahlutdeild HB Granda er innan marka

Eins og fram kemur á heimasíðu Fiskistofu reyndust fyrri útreikningar Fiskistofu á aflahlutdeild HB Granda hf. ekki réttir.
Heildarverðmæti aflahlutdeilda HB Granda hf. nemur 11,95% en ekki 12,14% eins og fram kom í fyrri útreikningum. Skýringar á þessu má finna á heimasíðu Fiskistofu.

Verðmæti aflahlutdeilda getur breyst á milli ára og eins innan árs eftir því sem aflamark og meint verðmæti einstakra tegunda breytist.

Til dæmis mun verðmæti aflahlutdeilda HB Granda hf. minnka verði aflamark í þorski aukið. Það kemur til af því að aflahlutdeild félagsins í þorski nemur 4,97%. Þannig mun 10% aukning aflamarks í þorski lækka verðmæti aflahlutdeilda félagsins um 0,3% miðað við núverandi verðmætastuðla.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, telur ólíklegt að löggjafinn hafi ætlað sér með reikningskúnstum að koma því svo fyrir að félagið sé á einum tíma reiknað vel innan leyfilegra marka, eða með 10,6% aflahlutdeilda, en á öðrum tíma fari það yfir lögleg mörk án þess að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á aflahlutdeildum félagsins.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir