FréttirSkrá á póstlista

17.01.2013

Aflahlutdeild HB Granda hf.

Í tilefni samantektar Fiskistofu á heildarverðmætum aflahlutdeilda er rétt að taka fram að HB Grandi hf. hefur hvorki keypt né selt aflahlutdeild á undanförnum árum.

Heildarverðmæti aflahlutdeilda HB Granda hf. er nú 12,14% samkvæmt samantekt Fiskistofu en var til að mynda 10,6% fiskveiðiárið 2008/2009.
Helsta ástæða þessa er að verðmæti aflahlutdeilda tekur breytingum eftir þorskígildisstuðlum og hafa þeir breyst verulega.
Þorskígildisstuðlar tegunda sem HB Grandi hf. er með tiltölulega háa hlutdeild í hafa hækkað verulega. Dæmi um það er að þorskígildusstuðull karfa sem var 0,42 fyrir fiskveiðiárið 2008/2009 er nú 0,82 fyrir gullkarfa og 1,03 fyrir djúpkarfa. Þorskígildisstuðull úthafskarfa var 0,41 en er nú 1,09. Samkvæmt þorskígildisstuðlum er því meira verðmæti í djúpkarfa og úthafskarfa en þorski.

HB Grandi hf. hefur samkvæmt lögum 6 mánuði til að bregðast við.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir