FréttirSkrá á póstlista

04.01.2013

Aflaverðmæti skipa HB Granda 17,8 milljarðar króna

Heildarafli skipa HB Granda á síðasta ári nam alls tæplega 200 þúsund tonnum og aflaverðmæti þeirra var rúmir 17,8 milljarðar króna. Samdráttur varð í afla og aflaverðmæti frystitogara félagsins en Þerney RE og Örfirisey RE voru nokkuð frá veiðum vegna breytinga. Góð aflaaukning uppsjávarveiðiskipa veldur því að aflaverðmæti skipaflotans er svipað og á árinu 2011.

Afli fimm frystitogara félagsins nam alls 31.700 tonnum og var aflaverðmæti þeirra tæpir 9,5 milljarðar króna. Þetta er töluverður samdráttur í afla og verðmætum því á árinu 2011 var afli frystiskipanna um 36.400 tonn að verðmæti 10,7 milljarðar króna. 

Lítilsháttar aukning varð á afla og aflaverðmæti ísfisktogaranna þriggja. Aflinn í fyrra var um 18.500 tonn að verðmæti tæplega 3,3 milljarðar króna.

Uppsjávarveiðiskip HB Granda færðu alls að landi rúmlega 148.600 tonna afla á nýliðnu ári. Aflaverðmæti skipanna fjögurra nam tæplega 5,1 milljarði króna. Þetta er veruleg aukning milli ára því á árinu 2011 var heildaraflinn rúmlega 106.000 tonn að verðmæti 4,1 milljarður króna.

Þegar á heildina er litið jókst heildarafli allra skipa HB Granda um tæplega 38 þúsund tonn á milli ára, sem er 23% aukning, en aflaverðmætið lækkaði um 136 milljónir eða um 1%. 

Nánari upplýsingar um afla og aflaverðmæti með samanburði við árið 2011 má sjá í meðfylgjandi töflu:

 

VERÐMÆTI (MKR FOB) AFLI Í TONNUM
Frystiskip 2012 2011 Breyting 2012 2011 Breyting
Venus 2.030 2.037 0% 6.217 7.022 -11%
Örfirisey 1.526 2.209 -31% 5.920 7.658 -23%
Þerney 1.856 2.174 -15% 6.946 7.702 -10%
Helga 1.993 2.118 -6% 6.577 7.156 -8%
Höfrungur 2.066 2.205 -6% 6.043 6.853 -12%
Samtals 9.471 10.743 -12% 31.703 36.391 -13%
Ísfisktogarar 2012 2011 Breyting 2012 2011 Breyting
Ásbjörn 1.183 940 26% 6.652 5.611 19%
Ottó 1.044 1.127 -7% 5.835 6.711 -13%
Sturlaugur 1.056 1.035 2% 5.992 5.788 4%
Samtals 3.283 3.102 6% 18.479 18.110 2%
Uppsjávarskip 2012 2011 Breyting 2012 2011 Breyting
Ingunn AK 1.618 1.417 14% 47.387 35.742 33%
Lundey NS 1.465 1.290 14% 40.406 33.295 21%
Faxi RE 1.511 1.131 34% 41.645 29.179 43%
Víkingur AK 461 262 76% 19.171 8.253 132%
Samtals 5.055 4.100 23% 148.609 106.469 40%
Heild 17.809 17.945 -1% 198.791 160.970 23%

Nýjustu fréttir

Allar fréttir