FréttirSkrá á póstlista

03.08.2012

Grillveisla í góðviðrinu

Sú hefð hefur skapast að starfsfólki HB Granda hefur á hverju sumri verið boðið til grillveislu á athafnasvæðum félagsins á starfsstöðvunum í Reykjavík, á Akranesi og Vopnafirði. Fyrr í sumar var efnt til slíkrar veislu á Akranesi en í gær var röðin komin að Reykjavík. Á Norðurgarði komu saman um 200 manns og nutu veitinganna í einstaklega góðu veðri.

Að sögn Bergs Einarssonar, verkstjóra í landvinnslunni í Reykjavík, sáu þrír kokkar í mötuneyti HB Granda á Norðurgarði um að grilla og nutu þeir aðstoðar annarra starfsmanna mötuneytisins. Boðið var upp á lamba- og svínagrillsneiðar og tvær gerðir af pylum, ostapylsur og þýskar pylsur. Alls fóru um 100 kíló af kjöti á grillin og með því var borið fram hrásalat, kartöflusalat og maísbaunir.

,,Við vorum að venju einstaklega heppin með veðrið, rúmlega 15°C hita og sól, og grillveislan heppnaðist einstaklega vel. Kokkarnir fengu a.m.k. miklar þakkir fyrir það hvernig til tókst,“ segir Bergur Einarsson.

 

Nýjustu fréttir

31.12.2019

Gleðilegt ár

24.12.2019

Gleðileg jól

Allar fréttir