FréttirSkrá á póstlista

11.07.2012

Forstjóri lætur af störfum

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda hf., hefur ákveðið að láta af störfum hjá HB Granda hf. Eggert var markaðsstjóri félagsins frá júlí 2004 til febrúar 2005 og hefur frá þeim tíma starfað sem forstjóri þess. Eggert lætur af störfum þann 31. júlí 2012.

HB Grandi hf. þakkar Eggerti fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar honum alls hins besta.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir