FréttirSkrá á póstlista

26.04.2012

Velheppnuð sjávarútvegssýning

Stærstu sjávarútvegssýningu heims, sem haldin er í Brussel í sumarbyrjun ár hvert, lýkur í dag. Um 30 íslensk fyrirtæki og stofnanir tóku þátt í sýningunni að þessu sinni og eitt þeirra er HB Grandi. Að mati Svavars Svavarssonar, markaðsstjóra HB Granda, hefur sýningin fyrir löngu sannað gildi sitt og þar hafi engin breyting orðið á í ár.

,,Það hefur verið mikil og góð aðsókn á sýningarbás HB Granda alla dagana og við erum mjög ánægð með árangurinn og þann mikla áhuga sem kaupendur sjávarafurða úr öllum heimshlutum hafa sýnt framleiðslu okkar,“ segir Svavar.

Þetta er í áttunda sinn sem HB Grandi tekur þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel og undanfarin ár hefur félagið boðið gestum og gangandi upp að prófa spennandi fiskrétti sem framleiddir eru úr afurðum sem unnar hafa verið í fiskiðjuverum HB Granda eða um borð í frystitogurum þess. Gunnar H. Ólafsson, matreiðslumaður, sem er kokkur á Sturlaugi Böðvarssyni AK, hefur staðið í ströngu alla sýningardagana við að matreiða ýmsa smárétti úr þorski, karfa, ufsa, loðnu, makríl og fleiri fisktegundum fyrir gestina og líkt og fyrr hefur því verið einstaklega vel tekið.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir