FréttirSkrá á póstlista

23.04.2012

Lítið óveitt af kolmunnakvótanum

Það hillir undir lok kolmunnavertíðarinnar hjá skipum HB Granda því nú eru aðeins óveidd um 2.500 tonn af um 12.600 tonna kvóta félagsins á yfirstandandi vertíð. Kvótinn er ekki mikill en hann er þó allt annar og meiri en í fyrra en þá máttu skip HB Granda veiða innan við 1.000 tonn af kolmunna.

Samkvæmt upplýsingum Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppjávarsviðs HB Granda, komu Faxi RE og Lundey NS með fullfermi af kolmunna til Vopnafjarðar í nótt sem leið og þangað er von á Ingunni AK með fullfermi í nótt. Þar með er kolmunnaafli skipanna orðinn rúmlega 10.000 tonn frá því að veiðarnar hófust eftir páska.

,,Faxi mun fara í eina veiðiferð til viðbótar og væntanlegar eftirstöðvar kvótans munu annað hvort nýtast sem meðafli á síld- og makrílveiðunum í sumar eða færast yfir til næsta árs,“ segir Vilhjálmur en samkvæmt þessu eru áhafnir Ingunnar og Lundeyjar komnar í snemmbúið sumarfrí því engin verkefni eru framundan hjá uppsjávarveiðiskipunum fyrr en farið verður til veiða á síld og makríl í lok júní nk.

Nú er verið að landa úr Lundey á Vopnafirði og þegar því lýkur fer skipið í slipp.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir