Fréttir
Aðalfundur HB Granda hf. 13. apríl 2012
Skýrsla formanns stjórnar, Árna Vilhjálmssonar
Fundarstjóri, góðir fundarmenn
Í þau 24 skipti, sem ég hef staðið hér í þessum stað í sama hlutverkinu, hefur sjaldan verið eins ánægjulegt að hefja lesturinn en einmitt nú. Árið, sem er að baki, skilaði okkur langhæstum hagnaði í sögu félagsins. Hreinn hagnaður (þ.e. hagnaður eftir frádrátt tekjuskatts) nam 37,3 m€. Arðsemi eigin fjár telst hafa verið 26,4%. Þetta eru myndarlegar tölur. Og ólíkt því sem var árið á undan þá brenglar það lítið hagnaðartöluna, að tekjuskattur í evruuppgjöri okkar er reiknaður út frá uppgjöri í íslenskum krónum. Í krónum talinn nam hagnaðurinn 6.006 m. Næstbesti árangur um afkomu náðist árið 2002, sem skilaði bara tæplega 3.200 mkr. og er þá mælt í krónum með sama kaupmátt í báðum tilvikum. Arðsemi eigin fjár fór þá upp fyrir 40%. Þetta var reyndar árið, þegar félagið var forstjóralaust drjúgan hluta ársins.
Starfsemin á árinu var með svipuðu sniði og árið áður, en verð afurða nokkru betri. Það sem skar sig úr var þáttur makrílsins í allri starfsemi fyrirtækisins; í veiðum, vinnslu og markaðssetningu. Það var vitað snemma á árinu, að ráðherra hygðist beita valdi sínu til að gefa öðrum skipum en uppsjávarfiskiskipum tækifæri til mun meiri þátttöku í veiðunum en áður. Leitast var við að vanda sem mest allan undirbúning að meðferð þessa viðkvæma fisks. Í veiðunum tóku þátt í einhverjum mæli öll skip okkar, að undanskildum Víkingi. Afli ísfiskskipanna, rúm 700 tonn, var unninn á Akranesi, frystiskipin fimm unnu sjálf sinn afla, 5.700 tonn, og allur afli uppsjávarskipanna þriggja, 16.200 tonn, var unninn á Vopnafirði. Úr þeim afla komu 11.100 tonn af frystum afurðum. Við gátum nýtt veiðiheimildir okkar til fulls, og gerði aflinn um 14,5% af heildarveiði landsmanna. Afli uppsjávarskipanna var aðeins 1.100 tonnum meiri en árið áður, en gæði afla og afurða mun betri. Afli botnfiskskipanna jókst hins vegar milli ára um meira en helming, úr 3.000 tonnum í 6.400 tonn. Þýðing makrílsins á þessu ári í heildarstarfseminni kemur vel fram í því, að EBITDA-framlegð makrílhlutans nam 23,5% af allri EBITDA félagsins upp á 56,2 m€, á meðan makrílafli okkar nam aðeins 14,2% af rúml. 161 þús. tonna heildarafla skipa okkar á árinu. Í framlegð makrílbúskapar okkar er samanlagður hlutur uppsjávarskipanna og vinnslnanna á Vopnafirði vissulega yfirgnæfandi. – Það kom sér líka vel fyrir frystitogarana að fá verkefni við makrílveiðar, þar sem undanfarandi viðureign við úthafskarfa var stutt en laggóð, eins og reyndar árið áður. - Uppsjávarskipin höfðu líka öðru að sinna á árinu en makrílveiðum. Árið byrjaði með loðnuvertíð með veiðiúthlutun, sem var mun rausnarlegri en nokkur undanfarandi ár og tókst ágætlega að nýta 62.000 tonna afla, aðallega við vinnslu í mjöl og lýsi. Þá ætti að hafa tekið við verkefni við veiðar á kolmunna, í apríl/maí. Árið áður höfðu skip okkar mátt veiða rúml. 18.000 tonn. En að þessu sinni var ástand stofnsins svo lélegt og veiðiúthlutun svo hverfandi lítil, að ekkert gat orðið af beinni veiði, heldur einungis sem meðafla. Og svo um haustið, að lokinni veiði á norsk-íslenskri síld, hefði svo átt koma röðin að íslensku sumargotssíldinni. Sú vertíð brást fjórða árið í röð vegna þrálátrar sýki, sem spillti þó ekki að mun gæðum þeirrar síldar, sem leyfi fékkst til að veiða. Í okkar hlut komu vel á 6. þús tonn. Af þessu spjalli má ráða, að ef allt hefði leikið í lyndi, hefði þetta gjöfula ár getað komið ennþá betur út. En þá skyldi þess minnst, að verulegur hluti makrílaflans var fenginn í óþökk margra nágrannaþjóða okkar.
Áður en ég vík að þeim breytingum, sem urðu á efnahag félagsins á þessu farsæla liðna ári, vildi ég gjarnan gera örstutta grein fyrir því, hvernig okkur hefur farnast í þeirri starfsemi, sem við stundum til hliðar við íslenskan sjávarútveg. Þar er um þrenns konar starfsemi að ræða: þ.e. tilraunaeldi á þorski, í öðru lagi rekstur dótturfélags okkar Stofnfisks hf., þar sem megináhersla er lögð á framleiðslu laxahrogna til áframeldis, og svo þátttaka í rekstri sjávarútvegsfyrirtækis í Chile. - Í samvinnu við Gunnvöru hf. á Ísafirði, og Hafró, og með styrk frá AVS sjóðnum höfum við í gegnum hf. Icecod tekið þátt í kynbótum á þorski og framleiðslu smáseiða í starfsstöð Stofnfisks í Höfnum á Reykjanesi. Eftir framhaldseldi seiðanna í starfsstöð Gunnvarar að Nauteyri við Ísafjörð hefur okkar hluti seiðanna verið fluttir sjóleiðis til starfsstöðvar HB Granda í Berufirði. Þriggja manna starfslið okkar þar hefur séð um gæslu og umönnun fisksins fram að slátrun. Því miður hefur komið í ljós að því fer fjarri, að tekist hafi að ná viðunandi árangri. Afföll í kvíum hafa orðið óásættanleg, aðallega vegna sjúkdóma. Af útskýranlegum afföllum hefur verulegt tjón stafað af bakteríusjúkdóm, kýlaveikibróður, sem ekki er til bóluefni gegn; það hefur tekist að búa slíkt efni til gagnvart laxi. Væntingar um aukningu vaxtarhraða, sem gerðar höfðu verið í upphafi kynbótaverkefnis, hafa hins vegar staðist fyllilega í þeim tveim kynslóðum, sem til hafa orðið á 6 árum. Það varð svo úr í lok febrúar síðastliðins, að stjórn HB Granda ákvað að hætta starfseminni í Berufirði við fyrstu hentugleika, slátra fiski og segja upp starfsmönnum, öðrum en forstöðumanni. Verið er að kanna, hvernig best verði að nýta eignir og aðstöðu fyrir austan. - Það var líka ákveðið að leitast við að fá Hafró og AVS sjóð til að halda kynbótastarfinu áfram í a.m.k. 10 ár. í trausti þess, að við teldum verjandi að ráðstafa til verkefnisins því fé, sem við yrðum að leggja fram. Þess er að geta, að sérfræðingur okkar dr. Jónas Jónasson í Stofnfiski, telur að auk þess sem ná megi frekari árangri varðandi vaxtarhraða, sé sennilegt, að með kynbótum megi auka viðnám þorsks gegn kýlaveikibróður. – Það eru í gangi viðræður milli aðila að þessu máli.
Ég vík þá að Stofnfiski hf. Við eigum 65% hlut í félaginu. Meginverkefni þess er að bjóða til sölu laxahrogn til notkunar í eldi.
Klakfiskurinn er alinn í kvíum á landi í lokuðu rými. Hrognin eiga að vera algerlega laus við sjúkdóma. Með því að stýra birtu með ljósum er unnt að stjórna hrygningartíma og þannig bjóða upp á hrogn á öllum tímum árs. Hrognin hafa verið seld til Chile, Færeyja og Noregs og svo hér innanlands. Af um 50 millj. hrogna sölu á síðasta ári fóru 30 m. stk. til Chile. Á síðasta ári námu rekstrartekjur samtals 998 mkr og út kom hagnaður að fjárhæð 325 mkr, þ.e. 32,5% af tekjunum. Í okkar hlut komu um 1,4m€. Þetta er út af fyrir sig þokkaleg afkoma, en vonbrigði samt þeim sem til þekkir. Framan af ári leit út fyrir að salan yrði miklu meiri, en svo gerðist það, að nokkrir kaupendur í Síle brugðust/stóðu ekki við pantanir sínar; báru fyrir sig mikilli verðlækkun á laxi, sem vissulega hafði orðið. Það vekur bjartsýni, að afkastageta fyrirtækisins leyfir verulega aukningu sölu.
Loks er komið að hlutdeildarfélagi okkar í Chile, Deris SA, en 20% hlutur skilaði okkur á árinu 2,3 m€, sem er svipuð útkoma og árið áður. Meginhluti hagnaðarins stafaði af laxeldishluta félagsins, en hinn hluti starfseminnar snýst um veiðar og vinnslu botnfisktegunda (í samlagi við japanskt fyrirtæki). Afkoma þeirrar starfsemi hefur verið fremur slök enda hefur auðlindin, sem í er sótt , reynst vera fremur rýr. Á árinu var slátrað alls um 15.000 tonnum af Atlantshafslaxi og silungi. Fyrirtækið stendur mjög vel að vígi gagnvart tækifærum til frekari sóknar, sem við ættum að geta tekið góðan þátt í . – Það blasir þá við, að meginhluti hins frábæra hagnaðar HB Granda, þ.e.a.s. 37,3 m€, fékkst við veiðar, vinnslu og markaðssetningu fiskafurða, sem til stendur að leggja á nýtt veiðigjald (reyndar er meðtalinn fiskur, sem við höfum fengið að veiða í Barentshafi gegn því að greiða Rússum þóknun fyrir), en aðeins 3,7 m€, um 10%, stafa af hliðarstarfsemi okkar í Stofnfiski og Deris.
Við skulum næst virða fyrir okkur mynd af fjárhagslegri stöðu félagsins og þeim meginbreytingum sem urðu á árinu. Ég bregð þá upp mynd, sams konar þeirri sem ég hef notast við áður. Þar sést samandreginn efnahagsreikningur í upphafi og lok ársins. Fram kemur, að bókvirði rekstrarfjármuna hefur lækkað lítillega, um 1,5 m€. Fjárfesting í skipum og vinnslustöðvum í landi hefur sem sagt verið þetta miklu minni heldur en nam afskriftum. Meðal gagnlegra fjárfestinga má nefna öflugt kerfi til að kæla afla í skipinu Faxa svo og blástursfrystikerfi á Vopnafirði til að auka verðmæti makrílafurða. Eignaliðurinn, sem gnæfir uppúr, óefnislegar eignir, er svo til allur (að 98,8% hluta) til kominn vegna keyptra veiðiheimilda fyrr á árum. Þar munar vissulega mest um kvótann, sem fékkst við kaupin á HB & Co árið 2004. Liðurinn aðrar eignir er svo til allur til kominn vegna klakfisks, sem er í vörslum Stofnfisks svo og fjárfestingarinnar í Deris, Chile. Meðtaldar í þeim lið eru um 4 mUSD í auðseljanlegum verðbréfum, sem hafa verið keypt fyrir arð frá Deris. Breytingin á veltufjármunum endurspeglar eðlilega hækkun vörubirgða og útistandandi krafna við aukin umsvif og líka myndarlega aukningu handbærs fjár. -
Það sem vekur athygli eru áhrif hagnaðar ársins á eigið fé og skuldir félagsins. Aðeins rúmlega 2,0 m€ var varið til greiðslu arðs. Það tókst að greiða niður skuldir, svo að um munaði. Eiginfjárhlutfallið hækkaði á árinu úr 46,5% í 54,4% í árslok. Það getur verið fróðlegt að setja skuldir í búning hreinna skulda, sem er mismunur á samtölu skulda og samtölu veltufjármuna, á þeirri forsendu, að útistandandi kröfur og vörubirgðir séu að slíkum gæðum að jafna megi við handbært fé. Við sjáum þá, að hreinar skuldir hafa lækkað á árinu um 33,6 m€, þ.e. úr 112,8 m € í 79,3 m€, sem er lækkun um 30,0%. (Maður gæti velt því fyrir sér, hvað það tæki langan tíma, með sama gangi og í fyrra, að ná jöfnuði milli skulda og veltufjármuna., ef til fengist friður) Það tókst verr til í þessu efni árið árið á undan; þá lækkuðu hreinar skuldir um aðeins1 m€.
Það hefur vissulega verið ærin ástæða að kappkosta að lækka skuldir allt frá því að sú ríkisstjórn, sem komst til valda fyrir þrem árum, kynnti áform sín gagnvart sjávarútveginum. Það er augljóst, að með lagafrumvarpinu, sem nú liggur fyrir, er ætlunin að þjarma svo um munar að þessari atvinnugrein. Það er hætt við, að þessi nýbakaði ársreikningur, sem við erum hér að rýna í, gefi ekki alveg eins glögga/sanna mynd af stöðu fyrirtækisins eins og af er látið. Athyglin beinist sérstaklega að stærsta liðnum í eignakafla: eignfærðum aflaheimildum, 133,9 m€. Þetta matsvirði hefur sætt sérstöku virðisrýrnunarprófi, eins og skýrt er frá í ársreikningnum. Starfsmenn félagsins gerðu í febrúar ítarlegar spár um afkomu tveggja megindeilda fyrirtækisins, þ.e. fyrir botnfisk og uppsjávarfisk, og færðu til núvirðis á grundvelli 8,85% ávöxtunarkröfu. Sú krafa byggir á forsendu um, að fjármagn skiptist til helminga á milli lánsfjár og eigin fjár og beri lánsféð 5,20% vexti að teknu tilliti frádráttar 20% tekjuskatts, og að eigið fé kosti 12,5%. Matsvirðið stóðst prófið með ágætum. Í viðkomandi skýringu í ársreikningnum er nú í þriðja sinn gerður eftirfarandi fyrirvari við matið: “Við matið á virði aflaheimilda hefir ekki þótt fært að taka tillit til hugsanlegra áhrifa þess, að yfirlýst fyrirætlun ríkisstjórnar um innköllun og endurúhlutun aflaheimilda komi til framkvæmda”. - Ég vil skjóta því hér inn, að við gerð ársreiknings 2007 var álitið við hæfi að byggja virðisrýrnunarprófið á upplýsingum frá kvótamiðlun LÍÚ um opin kauptilboð eða verð í síðustu viðskiptum. Að því kom svo, að slíkum upplýsingum var ekki til að dreifa.
Ef eitthvað í líkingu við ákvæði frumvarpsins um sérstakt veiðigjald skyldi koma til framkvæmda, er við því að búast, að “núgildandi” matsvirði á aflaheimildum muni kolfalla á virðisrýrnunarprófi. Verð í viðskiptum með aflahlutdeildir mundi hrapa í hátt við afkomu útgerða. Mér skilst, að við ákvörðun á þeim fjármagnskostnaði, sem skuli tekið tillit til við útreikning sérstaks veiðigjalds skuli alls ekki ætlað fyrir neinni þátttöku í kostnaði við fjármögnun slíkrar eignar. Það fer varla á milli mála, að yfir vofir gríðarlegur skellur. Við algera niðurskrift aflaheimilda mundi eigið fé okkar skerðast um 133,9 m€. Nú hef ég séð haft eftir ráðherra, að til stæði að gera afskrift af slíkri eign frádráttarbæra við skattlagningu tekna (Mbl. 31/3 sl.) Ef nægar yrðu tekjurnar og skattprósentan 20 og allt gerðist á augabragði gætum við reiknað okkur niður í 107,1 m€ tap við brotthvarf þessarar eignar. Það er þó lægri fjárhæð en núverandi eigið fé, og munar rúmum 34 m€.
Um lagafrumvörpin tvö hef ég fátt að segja. Mér finnst þau í meginatriðum vera ósanngjörn og óskynsamleg, enda er ég í hópi þeirra, sem álíta að núverandi handhafar aflahlutdeilda styðjist við áunnin atvinnuréttindi, sem þeir verði ekki sviptir með þeim hætti, sem til stendur. - Það er með ólíkindum, hversu hátt skal reiða til höggs með sérstaka veiðigjaldinu og er þó ekki allt sem sýnist. Ég get ekki stillt mig um að benda á galla á skilgreiningu eða afmörkun þess stofns, sem sérstaka veiðigjaldið skal reist á (rentunnar svonefndu) að því sem varðar framleiðslutæki eins og fiskiskip. Í yfirlitum um hag sjávarútvegs, sem Þjóðhagsstofnun hafði veg og vanda af á sínum tíma beitti hún svokallaðri árgreiðsluaðferð (annuity) við mat á hæfilega reiknuðum kostnaði vegna fjármagnsþjónustu (vaxtakostnaðar) og virðisrýrnunar. Margir viðstaddra kynnu að hafa tekið peningalán af slíku tagi, þ.e. jafngreiðslulán, sem greitt er af með jafnri greiðslu, sem inniheldur afborgun plús vexti, ársfjórðungslega eða árlega. Þjóðhagsstofnun reiknaði með, að fjárhæð, sem nam 90% af vátryggingarverði skyldi afskrifa á 12 árum, en sá endingartími var upphaflega ákveðinn út frá meðalaldri skipa. Lengi mun hafa verið notast við 6% sem ávöxtunarkröfu fjármagns (sjá nánari lýsingu í þingskjali 359, 111. löggjafarþing 71, mál). Ef um er að ræða skip að vátryggingarmati 100 mkr mundi formúlan fyrir árgreiðslunni gefa eftirfarandi niðurstöðu, þar sem árgreiðsluþáttur fyrir 12 ár og 6% vexti er jafn 0,11928: 100 mkr. x 0,11928 = 11.928 þús.kr.
Samkvæmt frumvarpi um veiðigjöld (10. gr.) yrði árleg gjaldfærsla vegna skipa 8% af vátryggingarverði sem “ávöxtun rekstrarfjármuna” en ekkert kveðið á um afskriftir til móts við virðisrýrnun. Í dæminu okkar gerir þetta gjaldfærslu upp á 8 mkr. Þetta eru aðeins 2/3 hlutar þess, sem árgreiðsluaðferð gaf með notkun 6% vaxta. Höfundar stæra sig af rausn sinni með samanburði við 6% vexti, sem Hagstofan á að hafa verið farin að nota með sams konar hætti og þeir beita sínum 8%, en Hagstofan tók árið 2002 við því hlutverki Þjóðhagsstofnunar að taka saman yfirlit um rekstur sjávarútvegs. Í Hagtíðindum 16. febr. 2006 er gefin (nánari) lýsing á aðferðum. Þar er greint frá “svonefndri árgreiðsluaðferð”, sem felst í að reiknað er með “6% ávöxtun stofnfjár í stað afskrifta og vaxta af stofnfé”. Hvað stofnfé merkir þarna er mér ekki alveg ljóst, en ef stofnfé er mælt með vátryggingarverðmæti og Hagstofan hefur raunverulega verið farin að víkja frá aðferð Þjóðhagsstofnunar, þá er ekkert að því að bera saman tölurnar 8 og 6 um vexti. Með því að reikna 6% vexti á sama stofn og notaður var í dæminu áðan fæst auðvitað ekkert annað en árleg gjaldfærsla upp á 6 mkr., sem er aðeins helmingur þess, sem fæst út með réttnefndri árgreiðsluaðferð, sem Þjóðhagsstofnun beitti. Það er ósvífið af höfundum frumvarpsins að nota orðið árgreiðsla í tilvísunum til aðferðar Hagstofunnar eins og gert hvað eftir annað í frv. (t.d. bls.6 og 22). En meginmáli skiptir, að það er engu líkara en að höfundar álíti, að afskriftir af framleiðslutækjum séu algerlega óviðkomandi mati á afkomu fyrirtækja.
Góðir fundarmenn. Það styttist í, að ég ljúki þessari skýrslu minni. Þetta ár hefur farið vel af stað. Tíðarfarið suðvestanlands hefur þó háð nokkuð ísfisktogurum okkar. Fyrir um þrem vikum lauk frábærri loðnuvertíð, þeirri bestu, sem við höfum upplifað eftir að loðnukvóti okkar margfaldaðist árið 2004, þegar Tangi hf. og Svanur RE-45 ehf. gengu til liðs við okkur skömmu eftir kaupin á HB & Co. Við fengum úthlutað um 110 þús. tonnum. Af gengu tæp 1.600 tonn óveidd. Meginhluti aflans, 101.300 tonn fékkst á þessu ári, og þurfti að neyta aðstoðar annarra útgerða til að veiða um 9.000 tonn. Úr þessum afla fengust rúmlega 33.000 tonn af afurðum: þar af 9.000 tonn af frystri loðnu, 4.000 tonn af loðnuhrognum, rúmlega 15.200 þús. tonn af mjöli og rúml. 5.000 tonn af lýsi, allt í mjög háum gæðaflokki. Hér í húsinu heyrist hvíslað, að loðnuhrogn okkar geri 25% af heimsframleiðslunni í ár. Fjárhagsleg útkoma þessarar vertíðar gefur gott vegarnesti fyrir það sem eftir er ársins.– Síðan í fyrra, þegar svo til ekkert mátti veiða af kolmunna, hefur stofninn braggast og nú í vikunni eru 3 af loðnuskipum okkar mætt á miðin í námunda við Færeyjar til að veiða upp í tæplega 13 þús. tonna kvóta, sem okkur hefur verið úthlutað. Eitt síðasta verk Jóns Bjarnasonar sem ráðherra var svo að ákveða Íslendingum heimild til veiða á rúml. 145 þús. tonnum af makríl á árinu, en það er litlu minna en aflinn í fyrra. Af norsk-íslenskri síld fá okkar skip að veiða rúml. 16 þús tonn, sem er 16% lækkun frá því í fyrra. Þegar á heildina er litið sýnist vera vel séð fyrir veiðiheimildum uppsjávarfiskipa okkar í ár. Það má vera ljóst af þessari frásögn minni af aflaheimildum uppsjávarfiskiskipa, að fyrir utan loðnuna, mikilvægasta fiskinn, sem er svo til algerlega ætlaður íslenskum aðilum, þá erum við mjög háð úthlutun til okkar úr stofnum, sem við deilum með öðrum þjóðum, þ.e. kolmunna, makríl og norsk-íslenskri síld. Uppsjávarskipin er að vísu ekki lengur alveg ein um makrílinn. -
Samkvæmt nýlegri tilkynningu Fiskistofu var HB Grandi hinn 23. janúar sl. með 11,92% heildaraflahlutdeildar landsmanna (tegunda sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla), þ.e. aðeins 0,08% frá þakinu. Þetta kemur ekki á óvart eftir hina stóru loðnuúthlun.
Þá er loks komið að því að kynna þær tilllögur, sem stjórnin leggur fyrir fundinn. Lögð er fram tillaga um, að úthlutað verði arði sem er 40% af nafnvirði hlutafjár, en það nafnvirði varð til, eins og flestir vita, í áföngum, þegar verðgildi krónunnar var mun hærra en það er í dag. Þessi arður gerir um 11,3% af hagnaði ársins. Hann fjarlægir okkur frá því viðmiði um stefnu, sem einhverju sinni varð til, að uppsafnaður arður skyldi hverju sinnni vera sem næst helmingi af samanlögðum hagnaði liðinna ára. (sjá meðfylgjandi töflu). Þessi tillaga endurspeglar áherslu á að greiða niður skuldir og þá um leið viðleitni til að vera sem best undir búin að standast afleiðingar hugsanlegra ógætilegra aðgerða stjórnvalda í málefnum sjávarútvegs. Það hefur jafnframt verið litið til þess, að hluthafar, að meðtöldum þeim, sem eiga HB Granda í gegnum önnur félög, geta þurft að gjalda auðlegðarskatt af eign sinni, og ætti tillögð arðgreiðsla að nægja til að hluthafar kæmu skaðlausir greiðslulega frá hlutafjáreign sinni. Ég ætla að leyfa mér að bregða upp dæmi svipuðu því, sem ég tók í fyrra, en án þess að styðjast við glæru! Maður keypti í fyrra hlut að nanfverði 1.000 kr. á gengi, sem var jafnt lokagengi ársins, þ.e. 12,6, en það er gengið, sem öllu ræður um skattstofninn. Hann fær nú í vor 400 kr. arð; 20% arðsins fara strax í fjármagnstekjuskatt; það gera 80 kr. Svo ber honum að gjalda í áföngum hæst 2% auðlegðarskatt af metnu verðmæti hlutarins, þ.e. 12.600 kr.; það gerir 252 kr. Gjöldin verða þá samtals 332 kr. og eftir standa af arðgreiðslunni 68 kr., sem eru 17% af arðinum, en aðeins 0,54% í útgreidda ávöxtun af fjárfestingunni, sem hafði verið 12.600 kr. En hann þarf sem sagt ekki að borga með sér vegna þessa eignarhluta. Það er svo allt í óvissu um, hvað hann á eftir fá út úr þessari fjárfestingu sinni síðar meir.
Lokagengi ársins 2010 var 9,5. Gengið hefur þá hækkað um tæp 33% á einu ári. Eftir mikla deifð færðist smáfjör í viðskipti með bréf félagsins, eftir að Vopnafjarðarhreppur seldi stóran skammt í byrjun desembermánaðar. Á þriggja mánaða tímabilinu frá miðjum desember til miðs mars urðu 17 sinnum viðskipti með bréf HB Granda, á gengi sem var á milli 12,3 – 14,5. Í aðeins 4 tilvikum voru viðskiptin upp á 100.000 kr. að nafnverði eða hærra. Ég leyfi mér að segja, að það hafi lengi vakað fyrir stjórn félagsins að ráða hæfan aðila til annast markaðsvakt með hluti í félaginu, með því að standa daglega að lágmarksfjárhæð kaup- og sölutilboða á eignarhlutum í félaginu. Það hefur hins vegar ekki verið talið tímabært fyrr en komin væri miklu meiri festa í málefni sjávarútvegsins. Mér sýnist, að enn getir orðið dráttur á slíkri lausn. Það er sá veigamikli kostur við markaðssvakt, að forðst megi slys af því tagi, þegar hluthafi neyðist til að selja fyrirvaralítið fyrir fáránlega lágt verð eins og ég álít, að komið hafi fyrir.
Það verður svo lögð fram tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum. Svipuð tillaga hefur verið samþykkt árlega nokkur undanfarin ár. - Engin ástæða hefur þótt vera til að gera breytingu á starfskjarastefnu félagsins, en fyrir henni er gerð grein á ársskýrslu félagsins. Þess vegna er ekki um að ræða neina tillögu um það efni.
Góðir fundarmenn. Ég hef þá lokið flutningi skýrslu minnar Fyrir hönd stjórnar félagsins færi ég öllum starfsmönnum félagsins kærar þakkir fyrir vel unnin störf.
Nýjustu fréttir
Afli og aflaverðmæti skipa Brims 2020
Hafís torveldar veiðar á Vestfjarðamiðum
Gleðilegt, nýtt ár
Gleðileg jól
Gleðilega hátíð
Þrálát ótíð torveldar veiðar
Fínn karfaafli í svartasta skammdeginu
Þokkaleg kolmunnaveiði
Allar fréttir
2021 Loka
2020 Loka
Desember
Nóvember
Október
September
Ágúst
Júlí
Leiðangur Helgu Maríu AK gengur vel
Fín veiðiferð hjá Viðey RE
Reyna fyrir sér við miðlínuna
Norðanfiskur kominn í hendur nýrra aðila
Tveggja trolla veiðarnar virka fullkomlega
Sjávarútvegsskóli unga fólksins í Reykjavík
Brim fjárfestir á Grænlandi
Akraneskaupstaður og Brim stofna þróunarfélag
Rækjurall við Grænland gekk vel
Júní
Maí
Apríl
Góð veiði á djúpmiðum hjá Vigra RE
Guðmundur Kristjánsson lætur af störfum sem forstjóri Brims hf.
Rúmlega 5.000 tonn af kolmunna til Vopnafjarðar í síðustu viku
Endurnýjun botnfiskvinnslu Brims
GLEÐILEGT SUMAR
Nánast fullfermi hjá Helgu Maríu AK
Beðið eftir kolmunnanum
GLEÐILEGA PÁSKA
Átta tonn af ýsu í stuttu holi á hefðbundinni þorskslóð
Samfélagsskýrsla Brims fyrir árið 2019 er aðgengileg á heimasíðu félagsins
Mars
Ýsa kemur alls staðar með sem aukaafli
Niðurstöður aðalfundar 31. mars 2020
Framboð til stjórnar Brims hf. á aðalfundi félagsins 31. mars 2020
Brim kaupir þriðjungs hlut í Iceland Pelagic ehf.
Vertíðarstemning að komast í veiðina
Upplýsingar um breytta framkvæmd aðalfundar
Endanleg dagskrá og tillögur fyrir aðalfund Brims hf. 31. mars 2020
Fullfermi hjá ísfisktogurunum
Góð veiði á heimamiðum
Brim hf: Tilkynning frá Íslandsbanka vegna samnings um viðskiptavakt
Hörð veður og afli því í minna lagi
Aðalfundur Brims hf. 31. mars 2020
Ráðstafanir vegna Covid-19
Það vantar faglegri umræðu um sjávarútveg á Íslandi
Febrúar
Afkoma Brims hf. árið 2019
Af hverju er kvóti eignfærður hjá sjávarútvegsfyrirtækjum?
Birting ársreiknings 2019, fimmtudaginn 27. febrúar 2020
800 sjómílna sigling á kolmunnamiðin
Ágætur afli í stuttri veiðiferð
Ágæt þorskveiði í Víkurálnum
Brim semur um endurvinnslu á plastúrgangi félagsins
Sala á afurðum og innri verðlagning uppsjávarfisks
Janúar
2019 Loka
Desember
Gleðilegt ár
Gleðileg jól
Alltaf vitlaust veður
Velheppnaðar jólaveislur starfsmanna Brims
Kolmunnaveiðum skipa Brims lokið á þessu ári
Fínasta veiði á milli þess sem brælir
Niðurstöður hluthafafundar 12. desember 2019
Mjög góð veiðiferð Viðeyjar RE
Endanleg dagskrá og tillögur fyrir hluthafafund Brims hf. þann 12. desember 2019
Kynning fyrir hluthafafund 12. desember 2019
Nóvember
Október
Síldveiðum lokið hjá skipum Brims
Með um 550 tonn af blönduðum afla
Þorskveiðin að dragast saman á SA-miðum
Mjög góð veiði í allt haust
Brim og Marel undirrita samning um snjallvinnslu í sjávarútvegi
Brim gerir samning um kaup á tveimur sjávarúvegsfyrirtækjum
Brim hlýtur Umhverfisverðlaun atvinnlífsins 2019
Fín karfaveiði á heimaslóðum
Mjög góð síldveiði
September
Ágúst
Rættist vel úr sumrinu
Inga Jóna ráðin fjármálastjóri Brims
Uppgjör Brims hf. á öðrum ársfjórðungi 2019
Strembnara verkefni en ég bjóst við
Velheppnaður fjölskyldudagur Brims
Makríllinn virðist ganga í hringi í Síldarsmugunni
BRIM styður fyrirlestra Þorgríms í grunnskólum landsins
HB Grandi – Niðurstöður hluthafafundar 15. ágúst 2019
Fengu 1.000 tonn af makríl á 34 tímum
1.100 tonna túr hjá Vigra RE
Góð veiði og rígvænn makríll
Góður afli Akureyjar AK
Júlí
Kynning fyrir hluthafafund 15. ágúst 2019
Mikil vinna á Vopnafirði
Hluthafafundur HB Granda hf. þann 15. ágúst 2019
Góður þorskafli fyrir norðan land
Makrílveiðin fer betur af stað en í fyrra
Stjórn leggur til kaup á sölufélögum í Asíu og breytingu á nafni félagsins
Nýtt met hjá HB Granda
Mjög góð aflabrögð hjá togurum HB Granda
HB Grandi gerir samninga við Útgerðarfélag Reykjavíkur um kaup á sölufélögum í Asíu
Fyrsti makrílaflinn á leið til Vopnafjarðar
Góð veiðiferð hjá Vigra RE
HB Grandi hefur viðræður við Útgerðarfélag Reykjavíkur um kaup á sölufélögum
Skemmtilegt en krefjandi verkefni
Júní
Íslendingarnir hjálpast að
Gleðilega þjóðhátíð
Skýrsla um ófjárhagslega þætti kortleggur áhrif og ábyrgð HB Granda
Mokveiði víða
Engey RE 1 seld
Hættir eftir 40 ára starf
Það var að hrökkva eða stökkva
Góð karfa- og ufsaveiði
SJÓMENN, TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!
Einn farsælasti skipstjóri uppsjávarflotans lætur af störfum
Maí
Uppgjör HB Granda hf. á fyrsta ársfjórðungi 2019
Kolmunnaveiði dregst saman
Mjög góð veiði á heimamiðum
Rólegt á kolmunnaveiðunum
HB Grandi er einn af bakhjörlum Hátíðar hafsins í Reykjavík
Mervyn King kynnir sér HB Granda og íslenskan sjávarútveg
Góð veiði vestan við Suðurey
Sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global var opnuð í Brussel í dag.
Grænlenska hafrannsóknarstofnunin leigir Helgu Maríu AK16 til hafrannsókna í sumar
Djúpt á djúpkarfanum en fín veiði að öðru leyti
Til hamingju með daginn
Apríl
Mars
Ágóði kyrrsettur til vaxtar og uppbyggingar
HB Grandi hf – Niðurstöður aðalfundar haldinn 29. mars 2019
Samfélagsskýrsla HB Granda fyrir árið 2018
Ágætur afli þá daga sem vel viðrar
HB Grandi og Norðanfiskur stíga vistvæn skref með Íslenska gámafélaginu og Samskipum.
Ufsaveiðin er ákaflega blettótt
Breytingartillaga Útgerðarfélags Reykjavíkur vegna aðalfundar HB Granda 29. mars 2019
Framboð til stjórnar HB Granda hf. á aðalfundi félagsins 29. mars 2019
Breytingartillaga Gildis vegna aðalfundar HB Granda 29. mars 2019
Endanleg dagskrá og tillögur fyrir aðalfund HB Granda hf. 29. mars 2019
Leita að kolmunna norðar á veiðisvæðinu
Dágóð ufsaveiði á heimamiðum
Bíða af sér óveðrið
Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund HB Granda hf. 29. mars 2019
Góð kolmunnaveiði vestur af syðsta odda Írlands
Febrúar
Janúar
2018 Loka
Desember
Nóvember
UPPGJÖR HB GRANDA HF. Á ÞRIÐJA ÁRSFJÓRÐUNGI 2018
Fín veiði í góðu veðri
Heimsókn frá ráðstefnugestum á Heimsþingi kvenleiðtoga
Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við kaup félagsins á Ögurvík
Á landleið með um 1.800 tonn af kolmunna
Góð veiðiferð hjá Höfrungi III AK
Kaupin á Ögurvík ehf. samþykkt
HB Grandi og Íslensk orkumiðlun ehf gera samning um raforkuviðskipti
Október
Álit Kviku banka hf. á kaupum á Ögurvík ehf.
Starfssemi á Vopnafirði
Sendinefnd frá Kyrrahafinu heimsækir HB Granda
Síldveiðar á síðustu metrunum
HB Grandi hf. – Niðurstöður hluthafafundar haldinn 16. október 2018
Tóku ufsaskammtinn á Fjöllunum
Endanleg dagskrá hluthafafundar HB Granda hf. þann 16. október 2018
Mjög góð síldveiði djúpt út af Austfjörðum
September
Á veiðar á ný eftir umfangsmikla slipptöku
Hluthafafundur HB Granda hf. þann 16. október 2018
Mjög stór og góður makríll til vinnslu á Vopnafirði
Nýtt skipurit HB Granda
Stjórn HB Granda samþykkir samning um kaup á Ögurvík
Allir í skýjunum með þessi nýju skip
Tilkynning frá HB Granda vegna samnings um kaup á Ögurvík hf. sem tilkynnt var eftir lokun markaða sl. föstudag.
HB Grandi gerir samning um kaup á Ögurvík
Viðgerð á Þúfu gekk vel
Úthlutun fyrir fiskveiðiárið 2018/19
Ágúst
Júlí
Vinnsla allan sólarhringinn á Vopnafirði
Stór og góður makríll
Fínasta veiði en leita þarf að þorski
Mjög góð makrílveiði austan við Eyjar
Allt klárt fyrir makrílvertíð á Vopnafirði
Góð veiði á Vestfjarðamiðum
Hluthafafundur HB Granda hf. þann 27. júlí 2018
Ottó N. Þorláksson afhentur
Kolmunnaveiði í Rósagarðinum
Júní
Yfirlýsing vegna forstjóraskipta
Tregur kolmunnaafli í Síldarsmugunni
Góð byrjun á veiðum hjá Viðey RE
Guðmundur Kristjánsson forstjóri HB Granda
Helgi Már á Víkingi AK heiðraður
Breytingar á framkvæmdastjórn 1. október
Bilun í Akurey AK
Gleðilega þjóðhátíð
Fjölskylduhátíð HB Granda 2018- Takk fyrir komuna!
Deris S.A. – fiskeldisfyrirtækið Salmones Friosour S.A. selt
SJÓMENN, TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!
,,Ætlaði aldrei aftur á sjó“
Velkomin á Fjölskylduhátíð HB Granda á sjómannadaginn
,,Þetta er ekkert annað en kraftaverk“
Yfirtökutilboð - opinbert tilboðsyfirlit
Maí
Uppgjör HB Granda hf. á fyrsta ársfjórðungi 2018
Aflaskip kveður – Viðey RE tekur við
Köflótt kolmunnaveiði
Skynsamlegast að fara norður á Vestfjarðamið
Á landleið með 2.200 tonn af kolmunna
Kolmunnavinnsla hafin á Akranesi
Fyrsta samfélagsskýrsla HB Granda gefin út
HB Grandi hf – Niðurstöður aðalfundar haldinn 4. maí 2018
Smíði á nýjum frystitogara HB Granda gengur vel
Til hamingju með daginn
Apríl
Mjög góð ufsaveiði á Halanum
Framboð til stjórnar HB Granda hf á aðalfundi félagsins 4. maí 2018
Nóg að gera hjá fiskmjölsverksmiðjunni á Vopnafirði
Endanleg dagskrá og tillögur fyrir aðalfund HB Granda hf. 4. maí 2018
Skörp kolmunnaveiði
Sjávarútvegsráðherra heimsótti sýningarbás HB Granda í Brussel
Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. semja um sölu eignarhluta sinna í HB Granda hf.
Gleðilegt sumar
Lítið vart við þorsk á Vestfjarðamiðum
Aðalfundur HB Granda hf. 4. maí 2018
Fínasta kolmunnaveiði
Ufsinn kemur í slurkum
Ágætur afli á djúpslóðinni við SV-land
Mars
Gleðilega páska
Góður afli í Barentshafi þrátt fyrir þrálátar bilanir
Bolfiskvinnslan bjargaði atvinnulífinu
Víkingur AK á heimleið með tæplega 2.600 tonn af kolmunna
Besti karfaveiðitíminn genginn í garð
Loðnuvertíð lokið hjá skipum HB Granda
Ufsaveiði aðeins farin að aukast
Nú snýst allt um þroska loðnuhrognanna
Loðnuhrognavinnsla hafin á Akranesi
Febrúar
Allt klárt fyrir hrognaskurð á Skaganum
Afkoma HB Granda hf. árið 2017
Miklar skemmdir á Þúfu
Það styttist í að hrognafrysting hefjist
Aftur bilun í Örfirisey RE
Örfirisey farin aftur til veiða
Heimsókn Vinstri grænna til HB Granda
Óvissa framundan
Örfirisey RE vélarvana
Öryggishandbók fyrir fiskvinnslur
Deris S.A. – laxeldisfyrirtækið Salmones Friosur S.A. í söluferli
Akurey AK fékk trollið í skrúfuna
Trúum því að hægt sé að leyfa meiri loðnuveiði
Farsælum ferli Sturlaugs lokið
Snjallgámar á allar starfsstöðvar HB Granda
Janúar
Góður ufsatúr hjá Helgu Maríu AK
Mikið af loðnu að sjá norðan við fyrra veiðisvæði
,,Höfum tekið stökk inn í nýja öld“
Frysta stóra og fallega loðnu á Vopnafirði
Örfirisey RE farin aftur til veiða
Erfið veiði í stöðugri ótíð
Væn loðna sem gæti hentað vel til vinnslu
Styrkur til Ljóssins í tilefni Bleika dagsins
Upphaf loðnuvertíðar lofar góðu
Árið fer vel af stað
Aflaverðmæti skipa HB Granda um 11,8 milljarðar króna
2017 Loka
Desember
GLEÐILEGT ÁR
Ottó N. Þorláksson RE seldur til Vestmannaeyja
Gleðileg jól
Móttökuathöfn Viðeyjar RE 50 í dag
Góð kolmunnaveiði síðustu vikurnar
Viðey RE komin út á Atlantshaf
Feiknaveiði þegar hafísinn hopar
HB Grandi hlýtur loftslagsviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu
Viðey RE lögð af stað í heimsiglinguna
Um 4.000 tonn af kolmunna til Vopnafjarðar í dag
Þerney RE siglt utan
Hrein virðiskeðja sjávarútvegs
Nóvember
HB Grandi kaupir hlut í fiskþurrkun
HB Grandi tekur þátt í kollagenverkefni
UPPGJÖR HB GRANDA HF. Á ÞRIÐJA ÁRSFJÓRÐUNGI 2017
Loksins glæddist þorskveiði til muna
Slök þorskveiði í haust og vetrarbyrjun
Einn góður dagur en annars bræla
Rysjótt tíðarfar torveldar kolmunnaveiðar
Skipið fer mjög vel með mannskapinn
Örfirisey RE aftur til veiða í byrjun desember
Marshallhúsið hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2017
Fyrstu kolmunnafarmarnir á vetrarvertíðinni til Vopnafjarðar
Reynslusigling Viðeyjar RE tókst vel
Október
Nýr aðalinngangur HB Granda opnaður
Veiðum á norsk-íslensku síldinni lokið
HB Grandi kaupir Blámar
Örfirisey RE í togi til Noregs
Góður túr hjá Höfrungi III AK
Ekki rétt að blanda fiskvinnslu inn í útreikinga veiðigjalds
Rúmlega þúsund tonn af síld í fimm köstum
Mikið um erlendar sendinefndir í heimsókn
Þokklegt ufsakropp fyrir bræluna
HB Grandi á Umhverfisdegi atvinnulífsins 2017
Verðum trúlega að elta síldina síðar út í Síldarsmuguna
Nóg af fiski en sumar tegundir vandveiddar
Vilhjálmur með erindi á World Seafood Congress
Síldveiðarnar fara vel af stað
September
Ríflega 72 þúsund tonn af afurðum hafa farið um Ísbjörninn
Ufsinn eltir loðnuna
Góður síldarafli út af Norðfjarðardjúpi
Vel gengur að tileinka sér nýja tækni
Heimsóknir frá ráðstefnugestum World Seafood Congress
Góð makrílveiði í Síldarsmugunni
Mjög góð karfaveiði í Víkurálnum
Aflaheimildir HB Granda fiskveiðiárið 2017/18
Ágúst
Bolfiskvinnsla áfram á Akranesi
UPPGJÖR HB GRANDA HF. Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI 2017
Góð reynsla af flokkun úrgangs við Norðurgarð
Makríllinn fyrir vestan á eftir að skila sér
Allt gekk að óskum hjá Engey RE
Þúfa hlýtur fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar
Smíði Viðeyjar RE miðar vel
Grálúðuveiðarnar hafa gengið ágætlega
Góð makrílveiði suður af Hvalbak
Vel heppnuð fjölskylduhátíð HB Granda
Góð ufsaveiði á Halanum
Rígvænn makríll
HB Grandi selur frystitogara
Júlí
Júní
Viðey RE sjósett í Tyrklandi
Móttökuathöfn Akureyjar AK 10
Móttökuathöfn vegna komu Akureyjar AK
Þetta er alveg magnað skip
Gleðilega þjóðhátíð
Takk fyrir komuna
Ásbjörn RE kveður með stæl
Fjölmenni á fjölskylduhátíð HB Granda
Óli Már heiðraður á sjómannadaginn
Vel gekk að veiða úthafskarfakvótann
Fór fyrst á síðutogara aðeins 14 ára gamall
Til hamingju með sjómannadaginn
Sjómaður frá 15 ára aldri
Fjölskylduhátíð HB Granda á sjómannadaginn
Ásbjörn RE seldur til Íran
Samið um smíði á einum fullkomnasta flakafrystitogara við norðanvert Atlantshaf
Akurey AK leggur af stað heim í næstu viku
Uppgjör HB Granda hf. á fyrsta ársfjórðungi 2017
Maí
Þessi merki höfðingi á skilið að hans sé minnst
Kolmunnaveiðarnar eru þolinmæðisvinna
Hárrétt viðbrögð starfsmanna
Mjög góð aflabrögð
Þokkalegasta nudd á Vestfjarðamiðum
Sjávarútvegssýningin í Brussel
Taka eitt hol á sólarhring
HB Grandi mun sameina botnfiskvinnslu
Úthafskarfavertíðin hefst á morgun
Venus NS á leið til Vopnafjarðar með 2.500 tonna afla
HB Grandi hf – Niðurstöður aðalfundar haldinn 5. maí 2017
Ákveðið að ganga til samninga um smíði frystitogara
Framboð til stjórnar HB Granda hf á aðalfundi félagsins 5. maí 2017
Til hamingju með daginn
Apríl
Beiðni um margfeldiskosningu
Breytingartillaga Gildis vegna aðalfundar HB Granda 2017
Sjávarréttirnir mælast vel fyrir
Þorgerður Katrín heimsótti sýningarbás HB Granda í Brussel
Endanleg dagskrá og tillögur fyrir aðalfund HB Granda hf. 5. maí 2017
HB Grandi skrifar undir samning við Völku ehf um kaup á nýrri vatnsskurðarvél og bitaflokkara fyrir karfavinnslu
Aflinn vonandi að glæðast aftur
Móttökuathöfn Engeyjar RE 91
Opnað eftir páskastoppið
Gleðilegt sumar
Kolmunninn genginn í færeyska lögsögu
Gleðilega páska
Merk tímamót í útgerðarsögu landsmanna
Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund HB Granda hf. 5. maí 2017
Móttökuathöfn Engeyjar í dag
Tekið á móti Engey RE í Reykjavík
Nýr starfsmaður skipaþjónustu
Málfundur um loftslagsmál í Marshallhúsinu
Landvinnsla botnfisks
Hafa ekkert þurft að sækja á Vestfjarðamið
Mars
HB Grandi býður út smíði á nýjum frystitogara
Ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness
Nánast full vinnsla alla dagana
Áform um breytingar í botnfiskvinnslu HB Granda
Friðrik Friðriksson til starfa hjá HB Granda hf.
HB Grandi dregur úr landvinnslu
Loðnuvertíð lokið – kolmunnaveiðar að hefjast
Marshallhúsið – glæsileg listamiðstöð og veitingastaður
Ný flokkunarstöð opnuð á Akranesi
Loðnuveiðin á lokasprettinum
Ágætur djúpkarfaafli Örfiriseyjar RE
Víða verður vart við loðnu
Góðir túrar og fínn fiskur
Slasaðist á fingri um borð í Víkingi AK
Fiskur í matinn - Norðanfiskur með nýja vörulínu
Mjög góð loðnuveiði við Snæfellsnes
Febrúar
Hrognaskurður hafinn á Akranesi
Fengu loðnunótina í aftari hliðarskrúfuna
Mikið af stórri og góðri loðnu
Allir ánægðir ef ufsinn gefur sig til
Afkoma HB Granda hf. árið 2016
Tæp 1.600 tonn í tveimur köstum
Loðnan komin vestur undir Hrollaugseyjar
Skip HB Granda fá að veiða rúmlega 33.400 tonn af loðnu
Lundey NS seld til Noregs
Yfir 300 starfsmenn HB Granda á námskeiðum
Janúar
Fiskþurrkun hætt
Vonir bundnar við nýjan rannsóknaleiðangur
Engey kemur snemma í fyrramálið
Engey RE hálfnuð með heimsiglinguna
Nýsköpunarverkefni um nýtingu þorskroðs
Fiskvinnslufólk HB Granda heldur dagvinnulaunum
Snjókoma tafði brottför Engeyjar frá Tyrklandi
Afli og aflaverðmæti drógust saman milli ára
2016 Loka
Desember
Gleðilegt ár
Gleðileg Jól
HB Grandi gefur 5 milljónir króna í neyðarsöfnun
Engey afhent 6. janúar 2017
Velheppnaðar jólaveislur
Nú er alltaf besta veðrið á Vestfjarðamiðum
HB Grandi er einn af bakhjörlum GSSI
Kjarasamningur sjómanna felldur
Uppsjávarveiðunum lokið á þessu ári
Gekk 14,7 mílur í reynslusiglingunni
Góð kolmunnaveiði en kvótinn á þrotum
Nóvember
Uppgjör HB Granda hf. á þriðja ársfjórðungi 2016
Dauft á síldarmiðunum
Búnir með karfaskammtinn og reyna við þorsk
Sjávarútvegsráðstefnan 2016
Fengu 1.200 tonn af síld í fimm holum
Verkfalli lokið og skipin komin á sjó
Verkfall sjómanna hófst kl 23 í gærkvöldi
Búa sig undir verkfall og viku siglingu til Íslands
Bolfiskvinnsla gæti hafist á Vopnafirði í desember
Eldsvoði í Síle
Treg veiði en síldin er stór og falleg
Október
HB Grandi fékk umhverfisverðlaun Akraness
Sumargotssíldin fannst djúpt vestur af Reykjanesi
Biðu af sér bræluna á Straumnesbankanum
Leita að íslensku síldinni fyrir vestan land
HB Grandi bauð þátttakendum á Arctic Circle í hádegismat
Veiddu 29 þúsund tonn af makríl og NÍ síld í sumar
Þýskir matreiðslumeistarar sóttu HB Granda heim
Luku málinu með lágri sektargreiðslu
Mikið magn af norsk-íslenskri síld á ferðinni
September
Ágúst
Uppgjör HB Granda hf. á öðrum ársfjórðungi 2016
Bolfiskvinnsla gæti hafist á Vopnafirði í nóvember
Kominn í land eftir farsælan feril
Breytingar á stjórnskipulagi HB Granda
Loðna dreifð um Vestfjarðamið
Vel gengur í makrílvinnslunni á Vopnafirði
Fínn afli í fáum holum
700 manns á vel heppnaðri fjölskylduhátíð HB Granda
,,Búið að vera gott veiðisumar“
Júlí
Ágæt makrílveiði í Skeiðarár- og Hornafjarðardjúpi
Hafnarnes VER hf. og HB Grandi hf. hafa gert kaupsamning um aflahlutdeildir
Akurey RE sjósett í lok ágúst
Á karfa- og ufsaveiðum á Vestfjarðamiðum
Fá 500 til 600 tonn í veiðiferð
Átta vopnfirsk ungmenni útskrifuð úr Sjávarútvegsskólanum
Víkingakveðja frá Deutsche See
Makrílafli að glæðast
Júní
Maí
Fjölskylduhátíð HB Granda á sjómannadaginn
Veiddu úthafskarfakvótann á tíu dögum
Uppgjör HB Granda hf. á fyrsta ársfjórðungi 2016
Fjölmenni í Esjugöngu HB Granda
Vona að ufsinn þétti sig við ísröndina
Veiða kolmunnann vestan við Færeyjar
Fínasta veiði í byrjun úthafskarfavertíðar
Nóg af gullkarfa og þorski
Kolmunnaveiðar ganga vel
Til hamingju með daginn
Apríl
Reytingsveiði á grálúðumiðum út af Vestfjörðum
Niðurstaða framhaldsaðalfundar – stjórnarkjör
Fá góða kolmunnaveiði suður af Færeyjum
Framboð til stjórnar HB Granda hf.
Gleðilegt sumar
Lentu í góðu ufsaskoti austan við Djúpkrók
Fá um 400 tonn af kolmunna í holi
Eiga 26 þúsund tonn eftir af kolmunnakvótanum
Víkja fyrir Fast and the furious
Góðar undirtektir við blóðsöfnun á Grandanum
Framhaldsaðalfundur HB Granda hf. þann 28. apríl 2016
Yfirlýsing stjórnar HB Granda hf. að loknum aðalfundi félagsins 1. apríl 2016.
Niðurstöður aðalfundar haldinn 1. apríl 2016
Mars
Landburður af fiski
Hætt við þátttöku í Brussel
Framboð til stjórnar HB Granda hf. og krafa um margfeldiskosningu á aðalfundi félagsins 1. apríl 2016
Gleðilega páska
Endanleg dagskrá og tillögur fyrir aðalfund HB Granda hf. 1. apríl 2016
Góður afli á vertíðarsvæðinu við Lófót
Vestanganga bjargaði vertíðarlokunum
Veðrið í aðalhlutverki á loðnumiðunum
Loðnuhrogn fryst á Akranesi
HB Grandi kynnir starfsemi sína í Boston
Loðnuhrognafrysting hafin á Vopnafirði
Engey RE sjósett í Tyrklandi
HB Grandi sektað fyrir brot á reglum um veiðar á meðafla í norskri fiskveiðilögsögu
Febrúar
Nýtt skipurit og breytingar í starfsmannahaldi
Afkoma HB Granda hf. árið 2015
Þúsund tonn af loðnu til Vopnafjarðar
Leitað að loðnu við Hrollaugseyjar
Svartur karfi í afla Ottós N. Þorlákssonar RE
Marshallhúsið verður deigla menningar og lista
Karfaaflinn að glæðast og batnandi ufsaveiði
Bolfiskvinnsla á Vopnafirði
Ágætur kolmunnaafli austast í færeysku lögsögunni
Um 130 tonn flokkuð í Svani á fyrstu þremur mánuðunum
Ágætur afli og góður þorskur á Fugleyjarbanka
Tekið á móti rúmlega 29 þúsund tonnum af frystum afurðum
Janúar
Sjávarútvegsfræðinemar í heimsókn til HB Granda
Lítið verður vart við grálúðu
Nýlistasafnið, Kling og Bang og Ólafur Elíasson flytja inn í Marshall húsið
Byrjunin lofar góðu
Ufsavottur og karfaafli ætti að fara að glæðast
Þokkaleg kolmunnaveiði en erfitt tíðarfar
Tveggja daga ufsaskot á Halanum
Koma Víkings AK til heimahafnar á Akranesi
Aflaverðmæti skipa HB Granda tæpir 16,7 milljarðar
2015 Loka
Desember
Gleðilegt ár
Lánsfjármögnun þriggja ísfiskskipa lokið
Gleðileg jól
Fjölmenni við móttöku Víkings AK
Vel heppnaðar jólaveislur
Skrifstofa HB Granda verður lokuð eftir hádegi í dag.
Víkingur AK 100 kominn til heimahafnar
Náðu megninu af kvótanum í rússnesku lögsögunni
Heimsigling Víkings AK gengur vel
Faxi RE afhentur nýjum eigendum
Þokkaleg kolmunnaveiði í blíðunni
Fiskvinnsla HB Granda í Reykjavík hættir fyrr í dag vegna veðurs
Reynslusigling Víkings AK gekk vel
Nóvember
Hjartastuðtæki komin á allar starfsstöðvar HB Granda
Faxi RE og Lundey NS hverfa úr rekstri HB Granda
Uppgjör HB Granda hf. á þriðja ársfjórðungi 2015
Veiða kolmunnann fyrir austan Færeyjar
Helga María AK leggur sitt af mörkum til veiðarfærarannsókna
Síldveiðum skipa HB Granda lokið
Á leið heim til millilöndunar
Hafa tekið á móti um 2.600 tonnum af kolmunna
Svanur - flokkunarstöð opnuð formlega
Október
September
Fámennt á heimamiðum ísfisktogara HB Granda
Þverálshornið bjargaði ufsaveiðinni
Beðið eftir íslensku sumargotssíldinni
Veiðum á norsk-íslensku síldinni lokið
Beinar síldveiðar hafnar
Fínasta veiði en ufsinn vandfundinn
Aflaheimildir HB Granda fiskveiðiárið 2015/16
Víkingur AK heim fyrir jól
Leita að makríl norður í Síldarsmugunni
Ágúst
Uppgjör HB Granda hf. á öðrum ársfjórðungi 2015
Leggja kapp að veiða ufsa fyrir kvótaáramótin
Starfsemi hafin í nýrri flokkunarstöð
Leita að makrílnum fyrir austan
Ágæt veiðiferð en meira hefði mátt vera um ufsa
Mikilvægi Rússlandsmarkaðar í rekstri HB Granda
Stór makríll fyrir austan
Fjölmenni í Laugardalnum
Júlí
Þerney RE með 260-270 milljón króna aflaverðmæti
Góður makrílafli Venusar NS
Makrílveiðar togaranna ganga vel
Víkingur AK sjósettur í byrjun ágúst
Lundey NS komin á veiðar
Ingunn AK afhent
Tæplega 200 manns í sumarafleysingum hjá HB Granda
Stór og fallegur makríll en rauðáta til vandræða
Fyrsti makrílaflinn til Vopnafjarðar
Júní
Góður gullkarfaafli en ufsinn er dyntóttari
Fjölskylduhátíð HB Granda - Takk fyrir komuna!
Beinum kolmunnaveiðum lokið í bili
Aldarafmæli kosningarréttar íslenskra kvenna - skrifstofur lokaðar eftir hádegi í dag
Fá skip enn á kolmunnaveiðum
Rólegt yfir ufsa- og grálúðuveiðum fyrir austan
Hátíðarhöldin heppnuðust eins og best verður á kosið
Sjómenn, til hamingju með daginn!
Ljósmyndasýningin ,,Bræla“
Fjölskylduhátíð HB Granda við Norðurgarð á Sjómannadaginn
HB Grandi hefur afhent frystitogarann Júní til nýrra eigenda
Velheppnuð móttökuathöfn á Vopnafirði
Skipið virkar vel en aflinn er tregur
Maí
Venus NS 150 komin til Vopnafjarðar
Uppgjör HB Granda hf. á fyrsta ársfjórðungi 2015
Von á Venusi NS á annan í hvítasunnu
Samið um sölu á Faxa RE og Ingunni AK
Venus NS á leiðinni heim
Mjölframleiðsla gengur vel á Vopnafirði
Leituðu hafnar á Suðurey vegna brælu
Ágæt kolmunnaveiði í skítabrælu
Til hamingju með daginn
Apríl
Samningur um fastar bónusgreiðslur
Venus NS væntanlegur til Vopnafjarðar upp úr miðjum næsta mánuði
Smáréttirnir runnu ljúflega niður
Gleðilegt sumar
Sjávarútvegssýningin í Brussel fer vel af stað
Kolmunnaveiðar fara rólega af stað
HB Grandi með veglegan sýningarbás á stærstu sjávarútvegssýningu heims
Fínasta stórufsaveiði á Selvogsbankanum
Niðurstöður aðalfundar HB Granda haldinn 10. apríl 2015
Framboð til stjórnar á aðalfundi HB Granda hf. 10. apríl 2015
Gleðilega páska
Endanleg dagskrá og tillögur fyrir aðalfund HB Granda hf.
Mars
Góður afli togara suður og vestur af Reykjanesi
Lánveiting til dótturfélags í Síle
Rúmur hálfur milljarður króna í aflaverðmæti
Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund HB Granda hf. 10. apríl 2015
Styttist í afhendingu Venusar
Töluvert af loðnu út af Breiðafirði
HB Grandi styður starfsfólk til þátttöku í Mottumarsi
Ottó N. Þorláksson RE aftur til veiða
Mottumarsi ýtt úr vör um borð í Helgu Maríu AK
Febrúar
Hvassar vestan- og suðvestanáttir ríkjandi frá áramótum
Kynning á uppgjöri fjórða ársfjórðungs
Afkoma HB Granda hf. árið 2014
Loðnuhrognafrysting hafin á Akranesi
Lánsfjármögnun tveggja uppsjávarskipa lokið
Birting ársreiknings 2014, miðvikudaginn 25. febrúar 2015
Aflahlutdeild mælist hærri vegna verðbreytinga: Heildar veiðiheimildir HB Granda hafa ekkert breyst
Gæðamálin í mjög góðu lagi
Mjög stór loðna veiðist fyrir austan
Ekkert eðlilegt en þó...
Áhöfnin á Örfirisey fær viðurkenningu frá Rauða krossinum
Það stefnir í góða loðnuvertíð á Akranesi
Ótíð allan tímann en 830 tonn upp úr sjó
Hoffell II SU 802 á veiðar fyrir HB Granda
Samkomulag um að kaup á Venusi HF 519 (smíðaður á Spáni árið 1973 og heitir nú Júní) gangi til baka
Fyrsta loðnan til Akraness á vertíðinni
Janúar
Rúmlega 33 þúsund tonn á fyrsta heila starfsári Ísbjarnarins
Loðnan virðist ganga grunnt með landinu
HB Grandi og Skaginn/3X semja um byltingarkennda lausn fyrir þrjú ný skip félagsins
Björguðu mannslífi um borð í Örfirisey RE
Ottó N. Þorláksson RE aftur til veiða upp úr miðjum febrúar
GÓÐ HOL HJÁ LUNDEY NS
VEIÐIN FER VEL AF STAÐ Á NÝJU ÁRI
Vinnsla hafin að nýju á Vopnafirði
Faxi RE kominn með 380 tonn af loðnu
Aflaverðmæti skipa HB Granda tæpir 15,2 milljarðar króna
2014 Loka
Desember
Gleðilegt nýtt ár
HB Grandi - Fjárhagsdagatal ársins 2015
Vinnsla hefst að nýju strax eftir áramót
Gleðileg jól
Starfsmenn HB Granda fjölmenntu í jólamatinn
Styttist í að beinar síldveiðar hefjist
Góður afli Þerneyjar í rússnesku lögsögunni
Ásbjörn aftur á veiðar eftir óhapp á Vestfjarðamiðum
Venus NS sjósettur í Tyrklandi
Ottó N. Þorláksson RE frá vegna bilunar í aðalvél
Kaflaskipt veiði á Vestfjarðamiðum
Nóvember
HB Grandi - kynning á uppgjöri þriðja ársfjórðungs
Uppgjör HB Granda hf. á þriðja ársfjórðungi 2014
Frekari uppbygging á athafnasvæði HB Granda í Reykjavík
HB Grandi selur hlut sinn í Stofnfiski hf.
Styttist í sjósetningu Venusar NS
Nýja kælingarkerfið í Helgu Maríu AK virkar vel
Hver brælan rekur aðra
HB Grandi meðal stofnaðila öndvegisseturs um sjálfbæra nýtingu og vernd hafsins
HB Grandi verður áfram einn helsti styrktaraðili Sjóminjasafnsins í Reykjavík
Október
Vinnslu á íslensku sumargotssíldinni lokið
Nemendur Sjávarútvegsskóla Háskóla SÞ heimsóttu HB Granda
Viðræður um sölu á eignarhlut í Stofnfiski hf.
Konur í sjávarútvegi heimsóttu HB Granda
Vindhraðinn fór upp í 51 m/sek á landleiðinni
Góðar lóðningar í gærkvöldi en ekkert að sjá í dag
Sjófrystur karfi og ufsi hafa hækkað mikið í verði á árinu
Fyrsta sumargotssíldin á leið til Vopnafjarðar
Styttist í sjósetningu Venusar NS 150
Ágæt karfa- og grálúðuveiði hjá Höfrungi III AK
September
Þúsund tonna aflaaukning milli ára
Fiskvinnslufyrirtæki ársins
Mennt er máttur – ekki síst í sjávarútvegi
Mennt er máttur – ekki síst í sjávarútvegi
Nöfn ákveðin fyrir ný skip HB Granda
Veiðum á norsk-íslensku síldinni að ljúka
Síldin hefur fært sig af grunnunum út í djúpin
Landað úr Ásbirni RE á Siglufirði
Nýir starfsmenn HB Granda
Aflaheimildir HB Granda fiskveiðiárið 2014/15
Síldin virðist vera á austurleið
Mjög góður þorskafli framan af veiðiferðinni
Ágæt veiði áður en óveðrið skall á
HB Grandi hefur samið um smíði þriggja ísfisktogara
Ágúst
Mjög góð ufsa- og karfaveiði á Vestfjarðamiðum
HB Grandi - Nýir samningar um viðskiptavakt við Arion banka hf. og Íslandsbanka hf.
Uppgjör HB Granda hf. á öðrum ársfjórðungi 2014
HB Grandi - Kynning á uppgjöri annars ársfjórðungs 2014
HB Grandi - Kynning á uppgjöri annars ársfjórðungs 2014
HB Grandi birtir uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins miðvikudaginn 27. ágúst og verður kynningarfundur haldinn sama dag klukkan 16:15.
Tregari makrílveiði síðustu daga
HB Grandi hlaut fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar
Hafa veitt rúmlega 2.000 tonn af makríl í sumar
Styttist í að beinar síldveiðar hefjist
Fínasta veiði í allt sumar
Mikil ánægja með fjölskyldudag HB Granda í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
Mokveiði á karfa á Halanum í sumar
Mjög góð makrílveiði og stór og fallegur fiskur
Mikil umsvif á Vopnafirði
Júlí
Velheppnuð grillhátíð í frábæru veðri
Róleg veiði en góður makríll
Millilandanir spara fé og fyrirhöfn
Ágæt makrílveiði við sunnanvert landið
Gloppótt veiði en ágætur makríll
Loðnu, síld og makríl landað á Vopnafirði
Tæplega milljón tonna öldungur kvaddur
Makrílveiðar frystitogaranna byrja vel
Víkingur AK seldur úr landi
Júní
14 milljarða króna fjárfesting í fimm nýjum skipum
Fjörusteinninn veittur HB Granda
Ísbjörninn hefur staðið fyrir sínu
Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Noregs í heimsókn hjá HB Granda
Ákveðið að ganga til samninga um smíði ísfisktogara
Gríðarlegur styrkur að eiga öflugan bakhjarl
Til hamingju íslenska þjóð
Beinum kolmunnaveiðum að ljúka
Mjög góð kolmunnaveiði innan íslenskrar lögsögu eftir sjómannadaginn
Velheppnuð fjölskylduhátíð HB Granda
Vegur sjómannadagsins hefur vaxið mikið
Til hamingju með sjómannadaginn
Maí
Góð veiði á úthafskarfamiðunum síðustu sólarhringana
HB Grandi - Afkomukynning fyrsta ársfjórðungs 2014
Vart við kolmunnalóðningar í íslensku lögsögunni
Fjölskylduhátíð HB Granda á sjómannadaginn
Uppgjör HB Granda hf. á fyrsta ársfjórðungi 2014
Treg kolmunnaveiði í færeyskri landhelgi
HB Grandi kaupir Norðanfisk
Slæm vertíðarbyrjun
Kolmunnaveiðin hefur tregast síðustu dagana
Gunnar kokkur stendur vaktina í fjórða sinn
Gengið frá kaupum HB Granda á formunarvél
Annir á fyrsta degi sjávarútvegssýningarinnar í Brussel
Kolmunnaveiðar ganga ágætlega
HB Grandi með á stærstu sjávarútvegssýningu heims í tíunda skipti
Gullkarfaveiðar við Ísland vottaðar sjálfbærar
Apríl
Nýtt uppsjávarveiðiskip HB Granda að taka á sig mynd
Mjög góð veiði á Fjöllunum og víðar
HB Grandi hf - 20 stærstu hluthafar 25.4.2014
Fínasta kolmunnaveiði syðst í færeysku lögsögunni
HB Grandi hf: Gildi lsj - flöggun
HB Grandi hf: LV - flöggun
Vinnsla á kolmunna hófst á Vopnafirði um páskahelgina
Góð kolmunnaveiði SV af Færeyjum
Hlutabréf HB Granda flytjast af First North Iceland yfir á Aðalmarkað NASDAQ OMX Iceland
HB Grandi hf: Viðskipti fruminnherja og fjárhagslega tengdra aðila
Niðurstöður útboðs hlutafjár í HB Granda hf.
Bíða í Færeyjum eftir kolmunnagöngunni
Unnið allan sólarhringinn í fiskmjölsverksmiðjunni á Akranesi
Botninn dottinn úr kolmunnaveiðunum á alþjóðlega hafsvæðinu
Mars
Stækkun fiskmjölsverksmiðjunnar á Vopnafirði miðar vel
Þerney RE komin af veiðum úr norskri lögsögu
Skúlptúrnámskeið í gömlu fiskmjölsverksmiðjunni á Granda
HB Grandi - fjárfestakynning
HB Grandi hf – fjárhagsdagatal
Birting lýsingar
HB Grandi hf – fjárhagsdagatal
Þolinmæðisvinna á kolmunnaveiðunum vestan Írlands
Verkaskipting stjórnar
ÁRSSKÝRSLA 2013
HB Grandi hf – Niðurstöður aðalfundar haldinn 21. mars 2014
,,Tjáum okkur ekki um viðskipti okkar við High Liner"
HB Grandi hf – staðfesting á hækkun hlutafjár
Góður afli Þerneyjar RE í norsku lögsögunni
HB Grandi hf – staðfesting á hækkun hlutafjár
Framboð til stjórnar á aðalfundi HB Granda hf. 21. mars 2014
Mun minni loðnuafli en vinnsla til manneldis gekk mjög vel
Góður afli og búnaðurinn virkar vel
Hugað að endurnýjun ísfisktogara
Loðnuveiðum skipa HB Granda að ljúka
Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund HB Granda hf. 21. mars 2014
Vonir bundnar við vestangönguna
Febrúar
Afkoma HB Granda hf. árið 2013
Loðnuhrognafrysting hafin á Vopnafirði
AÐALFUNDUR FÖSTUDAGINN 21. MARS 2014
Loðnuhrognataka hófst á Akranesi í morgun
Fremsti hluti loðnugöngunnar kominn vestur fyrir Reykjanes
Mokveiði við Vestmannaeyjar í gær
Umferð flutningabíla í gegnum miðborgina hefur stórminnkað með tilkomu Ísbjarnarins
Nýr búnaður til vinnslu á mjöli og lýsi tekinn í notkun á Akranesi
Fyrsta bolfisklöndunin á Akranesi í tæp sex ár
Ingunn AK með 1.000 tonna loðnuafla
HB Grandi í rúmlega 12% aflahlutdeild
Leitað að loðnu á Eyjafirði og við SA-land
Ágæt aflabrögð frá áramótum
Bjartsýnn þótt loðnuleit hafi ekki skilað árangri
Janúar
HB Grandi hf - Breyting frá áður birtu fjárhagsdagatali, ársreikningur 2013 verður birtur 28. febrúar
Tvö skip HB Granda við loðnuleit
Samfélagsábyrgð höfð að leiðarljósi – HB Grandi gerist aðili að Festu
Samfélagsábyrgð höfð að leiðarljósi – HB Grandi gerist aðili að Festu
Ótíðin í aðalhlutverki
Lítið að sjá á loðnumiðunum
Prufutúrinn gekk vonum framar
Loðnufrysting gengur vel
Ingunn AK með fyrstu loðnuna á vertíðinni
Fyrsta veiðiferð Helgu Maríu AK sem ísfisktogari
Um 5,5% samdráttur í afla og aflaverðmætum milli ára
2013 Loka
Desember
Veruleg aukning í þorskveiði ísfisktogaranna
Sameiningin verður vonandi til að efla starfsemina
Áframhaldandi viðskipti á First North í aðdraganda skráningar á Aðalmarkað
Laugafiskur - gamalgróið fyrirtæki á sviði fiskþurrkunar
Þúfa vígð í vikulokin
Venus seldur
Síldarleit í Breiðafirði skilaði engum árangri
Þokkaleg veiði í Breiðamerkurdjúpi en síldin er í smærra lagi
Áhugaverðar nýjungar í veiðarfæragerð kynntar í Hirtshals
Jólatréð á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn
Nóvember
Heimkomu Helgu Maríu AK fagnað í Reykjavík
Helgu Maríu AK seinkar vegna óveðurs
Ágætis aflabrögð
Helga María AK á heimleið eftir breytingar í Póllandi
Góð síldveiði á Grundarfirði
Vinnsla hafin að nýju á Vopnafirði
Síldin lætur bíða eftir sér
HB Grandi hf – Niðurstöður hluthafafundar 12. nóvember 2013.
HB Grandi hf – Niðurstöður hluthafafundar 12. nóvember 2013.
HB Grandi hf. stefnir á Aðalmarkað
Þerney RE að ljúka veiðum í rússnesku lögsögunni
Tillögur stjórnar lagðar fyrir hluthafafund 12. nóvember 2013
Tilkynning um hluthafafund
Október
HB Grandi kaupir Vignir G. Jónsson hf.
Lundey NS í óhappi á Hofsstaðavogi
Ingunn AK á leið til Vopnafjarðar með fyrsta síldarfarminn á haustvertíðinni
Þrír nýir starfsmenn
Brjóstmynd af Árna Vilhjálmssyni afhjúpuð í Odda
Ágæt þorskveiði en ufsinn farinn af veiðislóðinni
Málþing til minningar um Árna Vilhjálmsson
Fá góðan ufsa með þorskinum á Vestfjarðamiðum
Tæplega 25 þúsund tonna síldar- og makrílafli á sumarvertíðinni
Myndverkið Þúfa senn fullgert
September
Fulltrúi HB Granda í öðru sæti í sjósundkeppni útgerðarfélaga
Frystitogararnir með rúmlega 6.400 tonna makrílafla í sumar
Síðasti farmurinn á sumarvertíðinni til Vopnafjarðar
Ferskur fiskur í hálfa milljón máltíða fluttur út í viku hverri
Kolmunni farinn að gera vart við sig á síldarslóðinni
Aukningu í ferskfiskvinnslu mætt með fjárfestingum í búnaði og fjölgun starfa
Samið um smíði tveggja skipa
Ágætur afli frystitogaranna í sumar
Ný og fullkomin pökkunar-og flokkunarstöð tekin í notkun á Norðurgarði
Mokveiði djúpt út af Austfjörðum
10 stærstu hluthafar í HB Granda hf.
Skip HB Granda með 42.653 tonna þíg. kvóta
Ágúst
Stór og góður makríll í Héraðsflóadjúpinu
Listsýningin ,,Smíð“ í lausu lofti í gamalli skemmu á Norðurgarði
Listsýningin ,,Smíð“ í lausu lofti í gamalli skemmu á Norðurgarði
Tilkynning
Vel gengur á makrílveiðum fyrir vestan land
Samrunaáætlun við Laugafisk ehf.
Afkoma HB Granda hf. á fyrri árshelmingi 2013
Mjög góð ýsuveiði á Strandagrunni
Enn mikið af síld á makrílslóðinni fyrir austan
Austfjarðatröllið 2013 á Vopnafirði
Góðir gestir í heimsókn hjá HB Granda
Breyting frá áður birtu fjárhagsdagatali
Smærri makríll en á undanförnum vertíðum
Fjórðungur íbúa Vopnafjarðarhrepps í makrílvinnslu
Fjórðungur íbúa Vopnafjarðarhrepps í makrílvinnslu
Júlí
Breytingar á Helgu Maríu AK samkvæmt áætlun
Mjög góð makrílveiði hjá frystiskipunum
Þokkaleg síldveiði en minna um makríl
160 til 170 manns í uppsjávarvinnslunni á Vopnafirði í sumar
Makrílveiðar ísfisktogara HB Granda á lokasprettinum
Fyrsti makrílfarmurinn til Vopnafjarðar
235 milljón króna aflaverðmæti í síðustu veiðiferð Venusar HF
Grillveisla á Norðurgarði í blíðunni
Nýir stjórnendur
Júní
Makrílveiðar frystitogara HB Granda fara vel af stað
Síðasta veiðiferð Helgu Maríu AK sem frystitogari
Síðasta veiðiferð Helgu Maríu AK sem frystitogari
Þorskurinn þvælist fyrir í síðustu veiðiferð Venusar HF
Til hamingju með þjóðhátíðardaginn
Fjöldi skólafólks í vinnu hjá HB Granda í sumar
Úthafskarfakvótinn í höfn
Nýtt stjórnskipulag tekur gildi
Nýja frystigeymslan fékk nafnið Ísbjörninn
Sjómenn, til hamingju með daginn
Á sjó í hálfan sjötta áratug
Maí
Aðeins 6 mánuði í byggingu!
HB Grandi á Vopnafirði á grænni grein
Vegleg hátíðarhöld og vígsla nýrrar frystigeymslu á Norðurgarði
Úthafskarfakvótarnir teknir á 12 sólarhringum
Raforkuskömmtun hafði óveruleg áhrif á kolmunnavertíðina
Ágæt byrjun á úthafskafavertíðinni
Tölvustýrðir andveltitankar settir í Faxa og Lundey
Þúfa – verk Ólafar Nordal varð fyrir valinu
Um listamanninn
Þúfa – verk Ólafar Nordal varð fyrir valinu
Úrslit í samkeppni um hafnarlistaverk kynnt á morgun
Beinum kolmunnaveiðum lokið þetta árið
Apríl
Þrálát ótíð setur mark sitt á kolmunnaveiðarnar
,,Helsta fagsýning á sviði sjávarútvegsins“
,,Helsta fagsýning á sviði sjávarútvegsins“
Tímamót í landvinnslu á Akranesi
Kolmunnaveiði að glæðast
HB Grandi hf – Niðurstöður aðalfundar haldinn 19. apríl 2013
HB Grandi hf - Verkaskipting stjórnar
HB Grandi hf - aðalfundur 2013 - ræða stjórnarformanns
HB Grandi hf – Niðurstöður aðalfundar haldinn 19. apríl 2013
HB Grandi með í níunda sinn í Brussel
Framboð til stjórnar á aðalfundi HB Granda hf. 19. apríl 2013
Leiðrétting - Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund HB Granda hf 19. apríl 2013 – Frétt birt 5.4.2013
Leiðrétting - Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund HB Granda hf 19. apríl 2013 – Frétt birt 5.4.2013
5.000 tonn af kolmunna til Vopnafjarðar
Ágæt ufsaveiði fyrir austan
Kolmunninn er dreifður og stendur mjög djúpt
HB Grandi fékk Útflutningsverðlaun forseta Íslands
Framkvæmdum við nýja frystigeymslu miðar vel
HB Grandi hf – Dagskrá aðalfundar 19. apríl 2013
Kolmunninn lætur á sér standa
HB Grandi hf – Dagskrá aðalfundar 19. apríl 2013
HB GRANDI - Aðalfundur
Mars
Rúmlega 18 þúsund tonn af frystum loðnuafurðum
Loðnukvótanum náð
Ársreikningur HB Granda hf. fyrir árið 2012
Bræla tefur fyrir því að loðnukvótinn náist
Loðnuveiðarnar að fjara út
Hér er óhemjumagn af fiski
Lokun vegna útfarar Árna Vilhjálmssonar
Mokveiði úr vestangöngunni í Breiðafirði
Veitt úr vestangöngu út af Breiðafirði?
Ársreikningur HB Granda hf verður birtur 22. mars – breyting er frá áður birtu fjárhagsdagatali
Ársreikningur HB Granda hf verður birtur 22. mars – breyting er frá áður birtu fjárhagsdagatali
Halda sjó vestur af Garðskaga
Andlát
Vel gengur í loðnuhrognafrystingu á Akranesi
Febrúar
Metloðnufrysting á Vopnafirði
Sjófrystingin á svo sannarlega undir högg að sækja
Fullreynt í bili á loðnuveiðum fyrir norðan
Loðnuleit á Grímseyjarsvæðinu
Loðnubræðsla hafin á Skaganum
Víkingur AK kominn á loðnuveiðar
Listamenn í vettvangsferð
HB Grandi fækkar frystitogurum en fjölgar ísfisktogurum
Lýsir yfir ánægju með ákvörðun ráðherra
Rafvæðing verksmiðjunnar var tær snilld
Góður loðnuafli í tveimur köstum
Breyting frá áður birtu fjárhagsdagatali - Ársreikningur 2012 verður birtur 27. mars
Janúar
Enn ágæt loðnuveiði á flottrollssvæðinu
175 starfsmenn luku viðbótarnámskeiðum fiskvinnslufólks
Aflahlutdeild HB Granda er innan marka
Loðnan að ganga suður fyrir trollhólfið
Hnúfubakurinn mesta ógnin við loðnustofninn
Fjórir listamenn keppa til úrslita um gerð listaverks við gömlu höfnina
Aflahlutdeild HB Granda hf.
Vænn og góður þorskur á Vestfjarðamiðum
Vænn og góður þorskur á Vestfjarðamiðum
Stærsta loðna sem við höfum fryst
Stór og góð loðna en stendur djúpt
Aflaverðmæti skipa HB Granda 17,8 milljarðar króna
2012 Loka
Desember
Nóvember
Október
Veðurhorfur koma í veg fyrir síldveiðar
Gott ástand á gullkarfastofninum
Bóndinn í Bjarnarhöfn vildi trúlega hlutdeild í aflanum
Lítið sést til síldar í Breiðafirði
Beðið eftir legu í útskipunarkranann á Vopnafirði
Verðmæti uppsjávarafla gæti minnkað um 600 milljónir króna
HB Granda veitt umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar 2012
September
Ágúst
Búið að frysta um 11.500 tonn af makríl- og síldarafurðum
Afkoma HB Granda hf. á fyrri árshelmingi 2012
Stóraukin frystigeta og aukin hráefnisgæði
Styttist í að makrílkvótinn náist
Makríllinn farinn að hrygna í íslenskri lögsögu
Hratt gengur á makrílkvótann
Grillveisla í góðviðrinu
4.300 tonnum af afurðum skipað út á Vopnafirði
Júlí
Júní
Maí
Apríl
Náum vonandi að fylla í dag
Velheppnuð sjávarútvegssýning
Sjávarútvegssýningin í Brussel hafin
Lítið óveitt af kolmunnakvótanum
HB Grandi tekur þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel í áttunda sinn
HB Grandi tekur þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel í áttunda sinn
Vænn kolmunni á stóru svæði
HB Grandi hf – Niðurstöður aðalfundar haldinn 13. Apríl 2012
HB Grandi hf – Niðurstöður aðalfundar haldinn 13. Apríl 2012
Aðalfundur HB Granda hf. 13. apríl 2012
Kolmunninn er mjög dreifður
Framboð til stjórnar á aðalfundi HB Granda hf. 13. apríl 2012
Kolmunnaveiðar hafnar
Mars
HB Grandi hf – Dagskrá aðalfundar
HB Grandi hf – Dagskrá aðalfundar
HB GRANDI - Aðalfundur
Náðu að veiða 98,5% loðnukvótans
Loðnan hrygnd og lítið eftir af kvótanum
Glæsilegur árangur í alþjóðlegri gæðavottun
Afkoma HB Granda hf. árið 2011
Loðnufrysting gengur vel
Ufsinn lætur bíða eftir sér
Djöfulleg veðrátta síðustu tvær vikurnar
20 þúsund tonn óveidd af loðnukvóta HB Granda
Loðnugangan komin inn í Breiðafjörð
Febrúar
Stutt í að hægt verði að hefja hrognafrystingu fyrir Japansmarkaðinn
Hrognafrysting um miðja næstu viku?
Loðnuhrognafrysting hefst síðar í ár en í fyrra
Hraðar afskipanir og lítið til í birgðum
Skip HB Granda búin að veiða helming úthlutaðs loðnukvóta
Ágætis ástand á karfa- og ufsastofninum
Fengu 1.300 tonn í fjórum köstum á Grímseyjarsundinu
Fréttu af loðnugöngu á Þorrablóti
Janúar
Vertíðin veltur á veðráttunni
Loðnukvóti HB Granda gæti orðið rúmlega 100 þúsund tonn
Vel gengur í fiskmjölsverksmiðjunni á Vopnafirði
Frystri loðnu skipað út á Vopnafirði
Allt klárt á Akranesi fyrir loðnuvertíðina
Aukin áhersla lögð á markaðsmálin á nýju ári
Vel gengur á loðnuveiðum
18 milljarða króna aflaverðmæti skipa HB Granda
2011 Loka
Desember
Nóvember
Síldveiðum lokið að öllu óbreyttu
Niðurstöður hluthafafundar 24. nóvember 2011
Fimm einstaklingar bjóða sig fram í kjöri til stjórnar HB Granda hf. á hluthafafundi félagsins 24. nóvember 2011. Einn býður sig fram sem varamaður.
Fimm einstaklingar bjóða sig fram í kjöri til stjórnar HB Granda hf. á hluthafafundi félagsins 24. nóvember 2011. Einn býður sig fram sem varamaður.
Loðnu- og síldarfrysting gengur vel
Hluthafafundur 24. Nóvember 2011
Loksins viðraði til loðnuveiða
Ágæt síldveiði en ótíð hamlar enn loðnuveiðum
Þrálátar brælur og hafís torvelda loðnuveiðar
Október
September
Ágúst
Júlí
Júní
Aukin verðmætasköpun á Vopnafirði
Góður makríll en rólegt yfir veiðunum
30 ára afmæli tveggja ísfisktogara HB Granda
1.100 tonnum af síld og makríl landað á Vopnafirði
Síldarleit ber lítinn árangur
Úrslit í ljósmyndasamkeppni HB Granda
Fjölmenni í sjómannadagskaffi HB Granda
Sjómannadagskaffi í boði HB Granda
Maí
Fjórir togarar HB Granda á úthafskarfaveiðum
Mikil fjölgun starfsmanna HB Granda á Vopnafirði
Íslensku vottunarleiðinni vel tekið
Mikill fjöldi gesta á sjávarútvegssýningunni í Brussel
Aðalfundur HB Granda hf. 29. apríl 2011
HB Grandi hf. – Niðurstöður aðalfundar haldinn 29. apríl 2011.
HB Grandi hf. – Niðurstöður aðalfundar haldinn 29. apríl 2011.
Apríl
Framboð til stjórnar á aðalfundi HB Granda hf. 29. apríl 2011
Gleðilega páska og sumarkveðja
HB Grandi tekur þátt sjávarútvegssýningunni í Brussel í sjöunda sinn
HB Grandi hf – Dagskrá aðalfundar
HB Grandi hf – Dagskrá aðalfundar
Tillaga stjórnar um arðgreiðslu HB Granda hf
Kolmunni aðeins veiddur sem meðafli á þessu ári
Mars
Febrúar
Janúar
Fyrsti heili loðnufarmurinn til Akraness í tæp þrjú ár
Loðnufrystingu hætt að sinni
Loðnukvóti skipa HB Granda gæti orðið um 44 þúsund tonn
Lítill kraftur í gulldepluveiðum
Erfitt að meta ástandið á loðnumiðunum
Loðnuleit í haugabrælu og mikilli ísingu
Aflaverðmæti uppsjávarfisks var rúmir 3,4 milljarðar króna
2010 Loka
Desember
Nóvember
Október
September
Ágúst
Júlí
Júní
Góðri úthafskarfavertíð lokið
Vinnslan gengur samkvæmt áætlun
Mesti vandinn að halda hlerunum undir yfirborðinu
Síldveiðar fara vel af stað eftir Sjómannadaginn
Fjölmenni á opnu húsi hjá HB Granda
Á sjó – fyrir hreina tilviljun
Á sjó – fyrir hreina tilviljun
Opið hús hjá HB Granda
Góður gangur í úthafskarfaveiðunum
Vinnsla gengur vel á Vopnafirði
Maí
Apríl
Mikill áhugi á makríl og íslenska umhverfismerkinu
Annríki á sýningarbás HB Granda í Brussel
Eldgosið hefur áhrif á sjávarútvegssýningarnar í Brussel
Ræða Árna Vilhjálmssonar, stjórnarformanns, á aðalfundi HB Granda 23. apríl.
Kolmunnaveiðar ganga vel
Niðurstöður aðalfundar HB Granda hf., haldinn 23. apríl 2010.
Framboð til stjórnar HB Granda hf.
Algjör óvissa um útflutning á ferskum fiski með flugi
Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund HB Granda hf. 23. apríl 2010 haldinn í matsal félagsins kl. 17
Munu vinna makríl til manneldis á komandi vertíð
Kolmunninn genginn norður í færeysku lögsöguna
Enn engin kolmunnaveiði á gráa svæðinu
Aðalfundur.
Mars
Beðið eftir því að kolmunninn gangi norður á ,,gráa svæðið“
Beðið eftir því að kolmunninn gangi norður á ,,gráa svæðið“
Hálf öld liðin frá afhendingu Lundeyjar NS
Fárviðri á kolmunnamiðunum
Afkoma HB Granda hf. árið 2009
Kolmunnaveiðar fara vel af stað
Nemendur Grundaskóla í heimsókn
Loðnuveiðunum lokið
Stuttri loðnuvertíð HB Granda að ljúka?
Glimrandi gott að vera kominn aftur í slaginn
Febrúar
Hrognafrysting hafin á Vopnafirði
Sjávarútvegsráðherra skoðaði loðnuhrognavinnsluna á Akranesi
Víkingur AK sendur til loðnuveiða
Hrognaþroskinn alveg á mörkunum
Náið fylgst með þroska loðnuhrognanna
Á leið til Akraness með 600 tonn af loðnu
Allt klárt fyrir hrognavinnslu og -frystingu á Akranesi
test frétt
Fjölmenni í móttöku HB Granda í Víkinni
Rólegt á gulldeplunni en loðnuveiðar framundan
Tæplega 17 þúsund tonna loðnukvóti í hlut HB Granda
Janúar
Búnir að ná góðum tökum á gulldepluvinnslunni
Endaspretturinn hafinn á Vopnafirði
Tæplega 40 manns á starfsfræðslunámskeiðum hjá HB Granda
Ný og fullkomin flæðilína tekin í notkun
Aflinn glæddist en mikil áta var með gulldeplunni
UST með kynningarfund vegna nýju fiskmjölsverksmiðjunnar
Minna af gulldeplu en á sama tíma í fyrra
Treg gulldepluveiði og leitað að loðnu
2009 Loka
Desember
Aflaverðmæti togaranna rúmir 9,3 milljarðar króna
Góð aukning í bolfiskvinnslunni á Akranesi
Jólaboð fyrir hátt í 500 manns
Uppbygging á Vopnafirði á lokasprettinum
Gulldepluveiðar hafnar að nýju
Átak í fræðslu- og gæðamálum
Vona að besti veiðitíminn á gulldeplu sé framundan
Framkvæmdir á Vopnafirði eru á áætlun
Nóvember
1.200 tonn af gulldeplu til Akraness
Fyrsti gulldeplufarmurinn á nýhafinni vertíð
Lokið við að veiða síldarkvóta HB Granda
Lítill kraftur í gulldepluveiðunum
Erfiðar aðstæður torvelda síldveiðar
Verksmiðjan á Akranesi gangsett eftir langt hlé
Síldin er erfið viðureignar
Farsælt samstarf skilaði þessum árangri
Verkum miðar vel á Vopnafirði
Október
Ufsinn og þorskurinn gæða sér á gulldeplunni
Öll stóru tækin komin í hús
Hátt í 200 tonn af búnaði hífð inn í nýja verksmiðjuhúsið
Ásbjörn RE með 120-125 tonn af blönduðum afla
Stofnmælingar á síldinni og leit að gulldeplu
Kolbrjálað veður á heimsiglingunni
Ingunn AK tók þátt í rannsóknum á gönguleiðum makríls
Velheppnuð haustferð starfsmanna HB Granda
Háþróuð vinnslulína tekin í notkun eftir áramót
Treg veiði í Síldarsmugunni
September
Ágúst
Mikil umsvif í Vopnafjarðarhöfn
Framkvæmdum á Vopnafirði miðar vel
60 þúsund þorskar í eldi í Berufirði
Síldin komin út undir miðlínuna á milli Íslands og Færeyja
Afkoma HB Granda hf. á fyrri árshelmingi 2009
Þokkalegt nudd á ýsuveiðunum
Frysting að hefjast að nýju á Vopnafirði
Makríll um allan sjó
Á flótta undan makrílnum
HB Grandi og Huginn við makrílathuganir
Júlí
Landburður af síld eftir mokveiði um helgina
Loðnuát í 8,3°C heitum sjó
Makríllinn sólginn í loðnuna
Lítil síldveiði og hlutfall makríls í aflanum innan við 10%
Mjöltankarnir hífðir í land á Vopnafirði
Mjöltankarnir á leiðinni til Vopnafjarðar
Ótvíræð batamerki á ufsaveiðum hjá togurunum
Mjög góð veiði um helgina
Mjöltankarnir fluttir í lok næstu viku
Tveggja ára loðna fyrir norðan og vaðandi makríll fyrir vestan land
Júní
Ingunn AK með 1.900 tonn af síld og makríl til Færeyja
Loksins glæddist ufsaveiðin
Góð síldveiði um helgina
Lítill árangur af síldarleit á Jan Mayensvæðinu
Lítið að sjá af síld eftir að veiðar hófust að nýju
Velheppnað sjómannadagskaffi og árshátíð
Byrjaði ferilinn sem hálfdrættingur á Jóni Þorlákssyni RE
Á sjó frá blautu barnsbeini
Opið hús hjá HB Granda í tilefni af Hátíð hafsins
Nýr löndunarkrani á leiðinni og afskipanir framundan
Maí
Ágætur gangur í síldveiðum og –vinnslu
Ágætur gangur í síldveiðum og –vinnslu
Fjórir togarar HB Granda á úthafskarfaveiðum
Frysting á síld hafin á Vopnafirði
Mjöltankar fluttir frá Reykjavík til Vopnafjarðar
Kolmunnavinnslan gekk mjög vel á Vopnafirði
Vistvæn fiskmjölsframleiðsla á Vopnafirði
Löndunarhrota hjá starfsmönnum HB Granda
Umhverfis landið á 28 dögum
Apríl
Jákvæðni og bjartsýni ríkjandi á sjávarútvegssýningunni í Brussel
HB Grandi meðal þátttakenda á sjávarútvegssýningunni í Brussel
Kolmunnaveiðunum að ljúka
Skip HB Granda halda til síldveiða
Á leið til Vopnafjarðar með góðan afla
Kolmunnaveiðum skipa HB Granda að ljúka
Góð kolmunnaveiði í færeysku lögsögunni
Niðurstöður aðalfundar HB Granda hf., haldinn 3. apríl 2009.
Reynt við kolmunnann að nýju
Sigruðu í spurningakeppni Neista
Framboð til stjórnar HB Granda 03.04.2009
Mars
Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund HB Granda hf. 3. apríl 2009.
Vel gengur að veiða kolmunnann
Starfsfólk HB Granda fær áður umsamdar launahækkanir
Loks viðrar til veiða á kolmunnamiðunum
Aðalfundur HB Granda hf. 3. apríl 2009
Mjög góður afli í kolbrjáluðu veðri
Um 4.000 tonn af kolmunna til bræðslu á Akranesi
Yfirlýsing frá stjórnarformanni og forstjóra HB Granda hf.
Starfsmenn HB Granda heiðraðir fyrir björgunarafrek
Á heimleið með um 3.000 tonn af kolmunna
Afkoma HB Granda hf. árið 2008
Á kolmunnaveiðum djúpt vestur af Írlandi
Faxi RE við loðnuleit út af Snæfellsnesi
Febrúar
Góður gangur í loðnuvinnslu á Vopnafirði
Frysta loðnuhrognin beint af færibandinu
Fyrsta hrognaloðnan á leið til Vopnafjarðar
Nemendur í Grundaskóla í heimsókn
Nýta rannsóknakvótann til hrognatöku
Vakta loðnumiðin næstu dagana
Raunir eða raunveruleiki
Lundey NS farin til loðnuleitar
Búið að taka á móti rúmlega 5.000 tonnum af gulldeplu
Fundu gríðarstóra loðnutorfu suður af Ingólfshöfða
Ágætis karfaveiði miðað við árstíma
Próteinríkt mjöl og hátt lýsisinnihald
Rólegt yfir gulldepluveiðunum
Janúar
Stefnan sett á gulldepluveiðar
Mikið haft fyrir kolmunnaaflanum
Guðsþjónusta um borð í Faxa RE í Færeyjum
Útskriftarveisla í Norðurgarði
Hafrannsóknaskipin fara til loðnuleitar
Haugabræla á kolmunnamiðunum og lítil veiði
Miklar vonir bundnar við nýja hrognaþurrkunarvél
Kolmunnaveiðar hafnar
Vart við loðnu á mjög stóru svæði
Seldu afla fyrir 42 milljónir króna í Bremerhaven
Fundu loðnu NA af Langanesi
Bylting í bergmálsmælingum
2008 Loka
Desember
Ásbjörn RE á leið í siglingu með afla
Slátrun gengur vel
Tæplega 30 manns á starfsfræðslunámskeiðum
420 manns í árlegum jólaveislum
Hyggjast slátra 50 tonnum af eldisþorski á næstunni
Fullri vinnu haldið uppi á Vopnafirði
Síldarkvótanum náð
Góður gangur hjá togurum HB Granda
Ingunn AK með rúman milljarð króna í aflaverðmæti
Góður túr þrátt fyrir brotinn gír
Síldveiðunum stjórnað frá degi til dags
Fundað um stöðu síldveiðanna
Skagamenn fá aukið magn af síld til bræðslu
Nóvember
Ferðasjóðurinn fór til Mæðrastyrkssjóðs
Hlutfall vorgotssíldar var óverulegt
Mikill munur á síldinni úr Jökulfjörðum og síld úr Breiðafirði
Norsk-íslensk síld inni á Jökulfjörðum?
Norsk-íslensk síld og makríll að verðmæti 1,6 milljarða króna
Evrópuumræðan og hin hliðin
Höfrungur III AK með 223 milljón króna aflaverðmæti
Búið að veiða síldarkvótann í norsku lögsögunni
Skip HB Granda mega veiða 61.000 tonn af norsk-íslenskri síld og kolmunna á næsta ári
850 tonnum af síld landað úr Ingunni AK í Norður-Noregi
,,Erum að ná betri tökum á tveggja trolla veiðunum"
Síldin gefur sig ekki til
Vinnur á meðan flestir sofa
Löndunarbið hjá Lundey NS og Ingunni AK í Noregi
Október
Ljómandi fín síld
Sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins boðið í mat
Ljónstygg síld á ákaflega erfiðu veiðisvæði
Mest öll síldin er gengin inn í norsku lögsöguna
Um 3.500 tonn af síld til Vopnafjarðar
Góðir gestir í heimsókn á Norðurgarði
Góður afli á svæðum sem verið var að opna fyrir veiðum
Um 1.900 tonn af frystum afurðum til Austur-Evrópu
Forseti Íslands í heimsókn hjá HB Granda
Um 12.500 tonn eftir af síldarkvótanum
Síldin veiðanleg í nokkra klukkutíma á kvöldin
Okkar hlutverk er stórt og ábyrgð okkar mikil
Búið að frysta tæp 600 tonn af síldarafurðum á Vopnafirði
September
Íslenska sjávarútvegsmerkið stendur fyrir ábyrgar fiskveiðar
Séríslenskt sjávarútvegsmerki kynnt á næstunni
Síldarfrysting hafin á Vopnafirði
Samvinna við Alþjóðahús um íslenskunámskeið
Námskeið gegn einelti
Þreföldun í lausfrystingu á Akranesi
Gott atvinnuástand á Vopnafirði
Síldveiðar að hefjast að nýju
Tæplega 100 milljón króna aflaverðmæti hjá Helgu Maríu AK
Sigldu 200 til 300 sjómílur á milli hola í síldarleit um helgina
Ágúst
Úthlutun aflaheimilda
Afkoma HB Granda hf. á fyrri árshelmingi 2008
Fengu síld og makríl NA af Vopnafirði í nótt
Áfram Ísland
Venus HF með 162 milljón króna aflaverðmæti
HB Grandi styður Skagamenn í fallbaráttunni
Markaðurinn hrópar á frystar síldarafurðir
Þokkaleg karfa- og ufsaveiði
Framleiðsluverðmætið nálgast milljarðinn
Aflaverðmætið komið í 780 milljónir króna
Júlí
Vel gengur á síld- og makrílveiðunum
Heræfingar töfðu för Venusar HF á miðin í Barentshafi
Reynslan af parveiðunum er góð
Ingunn AK með 2.000 tonna afla til Vopnafjarðar
Ufsinn gefur sig til á nóttunni en karfinn á daginn
Velheppnaðar grillveislur
Lundey NS heldur til veiða í dag
Lélegustu úthafskarfavertíðinni lokið
Fyrsti síldarfarmurinn til Vopnafjarðar
Júní
Maí
Gæðin hafa alltaf skipt mig meira máli en magnið
Lorem Ipsum test fréttir
Um 40 skip á úthafskarfaveiðum
Starfsmenn af erlendum uppruna á starfsfræðslunámskeiðum
Tóku á móti 14.700 tonnum af kolmunna á tæpum mánuði
Engir fordómar í garð Granda
Búið að veiða rúman helming kolmunnakvóta HB Granda
Eggert Benedikt Guðmundsson nýr ræðismaður Síle í Reykjavík
Tugmilljóna fjárfestingar í fiskvinnslunni á Akranesi
Breytingarnar á Örfirisey RE eiga að draga úr olíukostnaði
Apríl