FréttirSkrá á póstlista

28.03.2012

HB GRANDI - Aðalfundur

Aðalfundur HB Granda hf. verður haldinn föstudaginn 13. apríl 2012 í matsal fyrirtækisins að Norðurgarði, Reykjavík og hefst hann kl. 17:00.

Dagskrá

1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 18. gr. samþykkta félagsins.

2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga.

3. Önnur mál, löglega upp borin.


Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund. Ennfremur er hægt að nálgast gögnin á vefsíðu félagsins www.hbgrandi.is.

Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.

Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 16:30.

Óski hluthafar eftir að ákveðin mál verði tekin til meðferðar á aðalfundinum, þarf skrifleg beiðni um það að hafa borist félagsstjórn með nægjanlegum fyrirvara, þannig að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins.

Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega.

Stjórn HB Granda hf.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir