FréttirSkrá á póstlista

19.01.2012

Frystri loðnu skipað út á Vopnafirði

Það, sem af er ári, hafa alls um 2.800 tonn af loðnu verið fryst í uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði. Markaður fyrir þessa afurð er í ýmsum Austur-Evrópulöndum og nú í vikunni var skipað út alls um 1.800 tonnum af frystri loðnu um borð í erlent flutningaskip.

Loðnuafli skipa HB Granda frá áramótum nemur alls um 13.800 tonnum en fyrsti loðnuaflinn barst til Vopnafjarðar 5. janúar sl. Þrjú skip hafa stundað veiðarnar fram að þessu en nú hefur verið ákveðið að senda Víking AK einnig til veiða. Von var á Víkingi til Vopnafjarðar í dag þar sem nót verður tekin um borð áður en haldið verður á miðin. Ingunn AK, Faxi RE og Lundey NS eru öll í landi og bíða veðurs. Vonskuveður gerði á miðunum í gærmorgun en búist er við því að veðrið gangi niður í nótt og að hægt verði að stunda veiðar á morgun.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir