FréttirSkrá á póstlista

26.09.2011

Framúrskarandi íslensk útgerð

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru veitt í fimmta sinn að kvöldi fyrsta sýningardagsins á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2011 sem fram fór í Smáranum í Kópavogi í lok síðustu viku. Meðal verðlaunahafa að þessu sinni var HB Grandi sem, að mati dómnefndar, verðskuldaði að fá viðurkenninguna ,,framúrskarandi íslensk útgerð.“

Að verðlaununum standa Íslenska sjávarútvegssýningin, Fiskifréttir og tímaritið World Fishing. Verðalaunaafhendingin fór fram í Gerðarsafni í Kópavogi og eru verðlaunin veitt þeim sem þykja hafa skarað framúr í fiskveiðum og sjávarútvegi bæði á Íslandi og erlendis. Alls eru veitt 17 verðlaun hverju sinni og fá vinningshafar leyfi til að nota merki verðlaunanna á kynningarefni sitt. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir vali á HB Granda, sem framúrskarandi íslensks útgerðarfyrirtækis, segir:

,,HB Grandi er eitt glæsilegasta útgerðarfyrirtæki landsins. Það gerir út 12 skip, þar af fimm frystitogara, þrjá ísfisktogara og fjögur uppsjávarskip. Fyrirtækið hefur ávallt verið rekið af mikilli framsýn og dugnaði og lagt ríka áherslu á háþróaða tækni við veiðar og vinnslu.“

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir