FréttirSkrá á póstlista

09.09.2011

Fagnar bættum samgöngum og auknu umferðaröryggi

Á næstunni verður lokið við að setja bundið slitlag á hina nýju þjóðleið frá hringveginum norður til Vopnafjarðar. Nýi vegurinn liggur um Vesturárdal og er hann mikil samgöngubót fyrir Vopnfirðinga og nærsveitamenn. Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, fagnar þessum áfanga og segir nýja veginn vera sannkallaða byltingu í samgöngumálum sveitarfélagsins.

HB Grandi er langstærsti atvinnurekandinn á Vopnafirði og hafa slæmar samgöngur í sumum tilvikum orðið til þess að flutningabílar á vegum félagsins hafa orðið að aka norður fyrir Langanes vegna þungatakmarkana eða ófærðar á gamla veginum með tilheyrandi kostnaði fyrir félagið.

,,Nú ætti það að heyra sögunni til. Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti fyrir að við höfum sloppið slysalaust frá allri umferð á okkar vegum um Bustarfellsbrekkurnar undanfarin ár. Það verður algjör bylting að fá uppbyggðan veg í stað slóðans, sem við höfum þurft að notast við fram að þessu, en í mínum huga liggurinn munurinn fyrst og fremst í auknu umferðaröryggi og minni slysahættu,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir