FréttirSkrá á póstlista

07.07.2011

Grillað í góðviðrinu

Hin árlega grillveisla fyrir starfsmenn HB Granda í Reykjavík og gesti var haldin í hádeginu í dag í einstakri veðurblíðu, sól og 16°C hita. Grillað var á gámaplaninu við austurenda fiskiðjuversins á Norðurgarði og þótti veislan heppnast einstaklega vel.

Að sögn Bergs Einarssonar, verkstjóra í landvinnslu HB Granda, var boðað til þessarar veislu með skömmum fyrirvara en þar sem veðurspáin var hagstæð og góðviðri hefur verið í Reykjavík síðustu daga, þá hafi verið ákveðið að láta slag standa og efna til grillveislu á Norðurgarði.

,,Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við okkur í dag. Addi kokkur og nokkrir grillmeistarar úr fiskvinnslunni stóðu sig með prýði og grilluðu fyrir um 250 manns,“ segir Bergur en þess má geta að alls fóru um um 120 kíló af lamba- og svínakjöti á grillin. Meðlætið var heldur ekki skorið við nögl, 20 kíló af kartöflusalati, 10 kíló. af hrásalati, 20 lítrar af sósu og 8 kíló af maísbaunum.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir