FréttirSkrá á póstlista

04.06.2011

Sjómannadagskaffi í boði HB Granda

Í tilefni af sjómannadeginum er Hátíð hafsins haldin hátíðleg á hafnasvæðinu í Reykjavík nú um helgina. Líkt og fyrr tekur HB Grandi þátt í hátíðahöldunum með því að bjóða til sjómannadagskaffis á sjómannadeginum í húsnæði félagsins í Norðurgarði.

Það verður margt um að vera á vegum HB Granda um helgina því árshátíð starfsmanna verður haldin í kvöld en þar verður m.a. greint frá úrslitum í ljósmyndasamkeppni sem efnt var til meðal starfsmannanna. Sjómannadagskaffið verður frá kl. 14 til 17 á morgun og kl. 15:30 munu Miðaldamenn og Gómar frá Siglufirði stíga á svið í Norðurgarði og flytja sjómannalagadagskrá. Siglufjörður (Fjallabyggð) er gestasveitarfélag hátíðar hafsins að þessu sinni og af því tilefni munu listamenn úr sveitarfélaginu koma fram auk þess sem sýningin Síldarheimur Sigló verður í Sjóminjasafninu Víkinni á Grandagarði.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir