FréttirSkrá á póstlista

04.01.2011

Aflaverðmæti uppsjávarfisks var rúmir 3,4 milljarðar króna

Afli uppsjávarveiðiskipa HB Granda var alls tæplega 96.400 tonn á síðasta ári og aflaverðmætið nam rúmlega 3,4 milljörðum króna. Aflinn dróst saman um tæp 8% frá því á árinu 2009 en þrátt fyrir það jókst aflaverðmætið um 28,3% milli ára.


Þetta kemur fram í samantekt frá uppsjávarsviði HB Granda. Faxi RE var aflahæstur uppsjávarveiðiskipanna með 32.248 tonn en Ingunn AK var með nánast jafn mikinn afla eða 32.224 tonn. Lundey NS kom þar skammt á eftir með 29.340 tonn og loks má nefna að Víkingur AK, sem fór í nokkrar veiðiferðir á árinu, var með 2.560 tonn.


Lítill munur er á aflaverðmæti Ingunnar, Faxa og Lundeyjar. Ingunn var með alls rúmlega 1.145 milljón króna aflaverðmæti. Faxi var með rúmar 1.112 milljónir og Lundey var með tæplega 1.047 milljóna króna aflaverðmæti. Víkingur AK skilaði tæplega 127,8 milljón króna aflaverðmæti.


Samanburð um afla og aflaverðmæti má sjá í meðfylgjandi töflu:

 

2009

2010

Afli í tonnum

Verðmæti í þús kr

Afli í tonnum

Verðmæti í þús kr

Ingunn

36.386

963.971

32.224

1.145.173

Faxi

33.012

864.305

32.248

1.112.057

Lundey

30.912

846.740

29.340

1.046.537

Víkingur

2.560

127.788


 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir