FréttirSkrá á póstlista

31.12.2010

Aflaverðmætið jókst um rúmlega 21% milli ára

Þrátt fyrir samdrátt í aflakvótum þá verður ekki annað sagt en að áhafnir togara HB Granda hafi staðið fyrir sínu á árinu sem er að líða. Heildarafli togaranna, sem eru átta talsins, er samtals rúmlega 51.500 tonn að verðmæti rúmlega 11,3 milljarða króna og er þá miðað við FOB verðmæti. Til samanburðar má nefna að á árinu 2009 var heildarafli togaranna rúmlega 47.000 tonn og aflaverðmætið var þá rúmlega 9,3 milljarðar króna (FOB).

HB Grandi gerir út fimm frystitogara og afli þeirra jókst úr tæplega 31.900 tonnum í tæplega 33.800 tonn á milli ára. Aflaverðmætið jókst á sama tíma úr um 7,5 milljörðum króna í tæplega 8,6 milljarða króna eða um 16%.

Ef litið er á einstaka togara þá kemur í ljós að Þerney RE er aflahæsti frystitogarinn með samtals tæplega 7.600 tonn. Venus HF er hins vegar það skip í þessum flokki sem skilaði mestu aflaverðmæti eða tæplega 1,9 milljarði króna. Á síðasta ári var Þerney með mestan afla, 6.761 tonn en Örfirisey RE skilaði þá mestum verðmætum eða rúmlega 1,5 milljarði króna.

Í flokki ísfisktogaranna þá er Ásbjörn RE fremstur meðal jafningja. Heildaraflinn var tæplega 6.400 tonn og aflaverðmætið 926 milljónir króna. Á árinu 2009 var Ottó N. Þorláksson RE hins vegar með mestan afla og hæsta aflaverðmætið.

Í meðfylgjandi töflu má sjá afla og aflaverðmæti togaraflota HB Granda í ár og í fyrra:

 

2009

2010

Afli

Verðmæti

Afli

Verðmæti

                                                                                                 

Venus

6432

1539

7114

1882

Þerney

6761

1513

7593

1858

Örfirisey

6601

1546

6526

1651

Helga María

6398

1490

6345

1587

Höfrungur

5665

1421

6188

1707

 

 

 

 

Ásbjörn

5502

633

6294

926

Ottó

5959

678

5942

872

Sturlaugur

4300

511

5538

850

 

Allar verðmætatölur eru miðaðar við FOB.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir