FréttirSkrá á póstlista

05.08.2010

Síld- og makrílveiðar að hefjast að nýju

Lundey NS fer til síld- og makrílveiða í kvöld og þar með er stuttu hléi á útgerð uppsjávarveiðiskipa HB Granda lokið. Veiðunum var hætt um miðja síðustu viku vegna vinnsluhlés í fiskiðjuveri HB Granda á Vopnafirði en þar hefst vinnsla að nýju í byrjun næstu viku.
Lundey NS, Faxi RE og Ingunn AK hafa verið á Vopnafirði frá því að hlé var gert á veiðunum. Að sögn Ingimundar Ingimundarsonar, rekstrarstjóra uppsjávarveiðiskipanna, er ráðgert að Faxi fari til veiða annað kvöld og Ingunn fer væntanlega til veiða á laugardag eða sunnudag.

Það sem af er vertíðinni hafa uppsjávarveiðiskip HB Granda veitt 7.300 tonn af norsk-íslenskri síld og eftirstöðvar kvótans eru nú 21.300 tonn. Mun meira hefur verið veitt af makríl eða 11.150 tonn og eru eftirstöðvar makrílkvóta uppsjávarveiðiskipanna um 4.400 tonn.

Þess má geta að frystitogararnir Helga María AK og Örfirisey RE eru nú á makrílveiðum og ísfisktogarinn Ottó N. Þorláksson RE fór til makrílveiða undir lok síðustu viku og kom skipið til hafnar með 235 tonna afla sl. þriðjudag. Ísfisktogarinn Ásbjörn RE fór síðan til makrílveiða í gærkvöldi.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir