FréttirSkrá á póstlista

15.07.2010

Grillað í góðviðrinu

Hin árlega grillveisla fyrir starfsmenn HB Granda á Norðurgarði var haldin í hádeginu í dag í einstakri veðurblíðu, sól og 20°C hita. Grillað var á gámaplaninu við austurenda fiskiðjuversins og þótti veislan heppnast einstaklega vel.

,,Þetta hefði ekki getað lukkast betur. Þeir, sem sáu um að grilla, eru með margra ára reynslu að baki. Hið sama á við um þá sem sáu um að sneiða niður grillkjötið fyrir starfsmenn og gesti,“ segir Bergur Einarsson, verkstjóri í landvinnslunni en þess má geta að alls voru um 220 manns í veislunni.

Til marks um umfang grillveislunnar má nefna að á grillin fóru 30 lambalæri og 25 kg af kartöflum og auki voru borin fram 10 kg af salati sem og brauð og sósa.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir