FréttirSkrá á póstlista

09.06.2010

Fjölmenni á opnu húsi hjá HB Granda

Í tilefni af Hátíð hafsins og Sjómannadeginum var HB Grandi með opið hús í mötuneyti félagsins að Norðurgarði á Sjómannadaginn. Þar var gestum boðið upp á kaffi og kökur og er óhætt að segja að fjölmenni hafi verið á opna húsinu því alls voru gestirnir um 800 talsins.

,,Við, sem tókum á móti gestunum á opna húsinu, erum mjög ánægð með það hvernig til tókst. Það var sömuleiðis mjög mikil ánægja meðal gestanna með þetta framtak,“ segir Torfi Þorsteinsson, framleiðslustjóri HB Granda, en þess má geta að Slysavarnardeild kvenna í Reykjavík sá um veitingar á opna húsinu.

Að sögn Torfa voru það ekki bara kaffið og kökurnar sem kættu gestina á opna húsinu því hljómsveitin „Á frívaktinni“ með Ragnar Bjarnason söngvara í fararbroddi steig á svið og flutti sjómannalög við góðar undirtektir. Segja má að um sannkallaða stórsveit hafi verið að ræða því í hljómsveitinni eru alls 11 manns. Kynnir var Þorgeir Ásvaldsson.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir