FréttirSkrá á póstlista

16.04.2010

Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund HB Granda hf. 23. apríl 2010 haldinn í matsal félagsins kl. 17

D A G S K R Á

1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið ár.

2. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til staðfestingar.

3. Tillaga stjórnar um greiðslu arðs.

4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.

5. Kosning stjórnar félagsins.

6. Kosning endurskoðenda skv. 21. gr.

7. Tillaga um að stjórn fái heimild til kaupa á eigin hlutum.

8. Önnur mál, sem löglega kunna að vera lögð fyrir fundinn eða fundurinn samþykkir að taka til meðferðar.

Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 16:30 á aðalfundardegi.

Tillögur fyrir aðalfund HB Granda hf. 23. apríl 2010

Tillaga um greiðslu arðs

“Aðalfundur HB Granda hf. haldinn 23. apríl 2010 samþykkir að greiddur verði 12% arður (0,12 kr á hlut) vegna ársins 2009, alls að fjárhæð 203.644.047 kr. Arðurinn verði greiddur 7. maí 2010. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 23. apríl 2010 og arðleysisdagur því 26. apríl 2010. Arðsréttindadagur er 28. apríl 2010. (Arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá Verðbréfaskráningar Íslands í lok dags 28. apríl 2010)”

Tillaga um þóknun til stjórnarmanna

“Þóknun til stjórnarmanna fyrir liðið ár kr. ­­800.000-. Formaður taki þrefaldan hlut.”

Kosning stjórnar

Framboðsfrestur rennur út fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.

Kosning endurskoðanda

“Endurskoðunarfélag: KPMG hf.”

Tillaga um að stjórn fái heimild til kaupa á eigin hlutum

“Aðalfundur veitir stjórn félagsins heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildar¬hlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupverð hluta skal vera hæst 15% yfir síðasta þekktu söluverði á First North markaðinum áður en kaup eru gerð.”

Nýjustu fréttir

Allar fréttir