FréttirSkrá á póstlista

08.04.2010

Enn engin kolmunnaveiði á gráa svæðinu

Öll þrjú uppsjávarveiðiskip HB Granda eru nú á hinu svokallaða ,,gráa svæði“ á lögsögumörkum Færeyja og Skotlands. Skipin létu úr höfn eftir páskahátíðina en um tveggja sólarhringa sigling er á miðin. Ekki fer miklum sögum af aflabrögðum og svo virðist sem að kolmunninn sé enn ekki genginn norður úr skosku lögsögunni.

,,Við komum á svæðið í gærkvöldi og erum nú að leita austur með línunni fyrir norðan skosku lögsöguna. Við höfum ekki orðið varir við neinar lóðningar enn sem komið er og hið sama á við um flest skipin hér á svæðinu. Reyndar fékk Vilhelm Þorsteinsson EA um 70 tonna afla í gærkvöldi og þar með er það upptalið,“ sagði Guðlaugur Jónsson skipstjóri á Ingunni AK er tíðindamaður heimasíðunnar ræddi við hann nú um miðjan dag.

Lundey NS var fyrst skipa HB Granda á miðin en skipið kom þangað um hádegisbilið í gær. Ingunn AK kom þangað í gærkvöldi og er rætt var við Guðlaug var Faxi RE að koma á svæðið. Það eru alls ein sjö íslensk skip á miðunum og þrjú rússnesk að sögn Guðlaugs. Rússnesku skipin hafa verið á miðunum um páskana en ekki fengið neinn afla svo heitið getur fram að þessu.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir