FréttirSkrá á póstlista

10.03.2010

Nemendur Grundaskóla í heimsókn

Nemendur í 9. bekk Grundaskóla á Akranesi heimsóttu fiskiðjuver HB Granda á Akranesi í upphafi svokallaðrar sjávarútvegsþemaviku skólans sem hófst sl. föstudag. Um er að ræða árlegan viðburð og fastur liður á dagskránni er heimsókn í HB Granda þar sem nemendurnir kynna sér starfsemina og þá vinnslu sem félagið hefur með höndum á Akranesi.

Að sögn Þrastar Reynissonar, vinnslustjóra í landvinnslunni á Akranesi, er alltaf jafn gaman að fá níundu bekkingana í heimsókn. Hann segir unglingana vera mjög áhugasama um fiskvinnsluna og þeir spyrji margs þegar gengið er um vinnslusalina.

Sjávarútvegsþemavikunni lýkur í kvöld með kvöldvöku og matarveislu í húsakynnum Grundaskóla. Boðið verður upp á sjávarréttahlaðborð en meðal boðsgesta eru foreldrar nemenda, starfsfólk skólans og fulltrúar þeirra fyrirtækja á staðnum sem nemendurnir heimsækja í þemavikunni.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir