FréttirSkrá á póstlista

09.03.2010

Loðnuveiðunum lokið

Loðnuveiðum skipa HB Granda á vertíðinni er að öllu óbreyttu lokið. Skip félagsins luku veiðunum í gær með samtals um 4.900 tonna afla en þar af fara 3.100 tonn til hrognatöku og vinnslu á Akranesi og 1.800 tonn fara til sams konar vinnslu á Vopnafirði.

Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, eru Ingunn AK og Faxi RE nú á Akranesi þar sem afli skipanna fer til vinnslu. Lundey NS og Víkingur AK eru hins vegar á leiðinni til Vopnafjarðar en ef allt gengur að óskum verður Lundey komin þangað eftir miðnætti í nótt en von er á Víkingi heldur síðar.

Loðnukvóti skipa HB Granda á þessari stuttu loðnuvertíð var um 20.500 tonn. Með því að skipuleggja veiðarnar og senda Víking til veiða með hinum skipunum þremur var hægt að nýta allan loðnukvóta félagsins til hrognatöku og frystingar á hrognum fyrir markaði í Japan og Austur-Evrópu.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir