FréttirSkrá á póstlista

04.03.2010

Stuttri loðnuvertíð HB Granda að ljúka?

Enn eru óveidd um 5.500 tonn af loðnukvóta ársins hjá skipum HB Granda en það aflamagn samsvarar því að skipin fjögur eigi eftir að fara eina veiðiferð hvert. Horfur eru því góðar á því að hægt verði að nýta allan loðnukvótann að þessu sinni til hrognatöku fyrir markaði í Japan og Austur-Evrópu.

Samkvæmt upplýsingum Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, er loðnuafli skipa félagsins nú kominn í um 15.500 tonn. Að sögn Vilhjálms lýkur löndun á afla Ingunnar AK og hrognaskurði á Vopnafirði í nótt en á afla Faxa RE á Akranesi í kvöld. Víkingur AK er nú á leiðinni til Vopnafjarðar með fullfermi og verður þar í nótt. Lundey NS er væntanleg til Akraness í kvöld með fullfermi.

,,Hrognavinnsla hefur gengið vel bæði á Akranesi og Vopnafirði en hrognafylling loðnunnar er nú um 22,5% og þroski þeirra uppfyllir kröfur japanskra kaupenda,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir