FréttirSkrá á póstlista

26.02.2010

Hrognafrysting hafin á Vopnafirði

Loðnuvinnsla hófst í fiskiðjuveri HB Granda á Vopnafirði á aðfararnótt sl. miðvikudags eftir að Faxi RE kom þangað með tæplega 1.400 tonna afla. Loðnan var flokkuð og var hængurinn frystur fyrir Austur-Evrópumarkaðinn en hrygnan sett í hrognaskurð og hrognin fryst fyrir Japansmarkað.

Magnús Róbertsson, vinnslustjóri HB Granda á Vopnafirði, segir að það hafi verið kærkomið að fá þennan afla til vinnslu. Uppsjávarfrystihúsið á Vopnafirði hefur ekki verið starfrækt frá því í lok september sl. er síðustu farmarnir af norsk-íslensku síldinni bárust þangað til vinnslu.

,,Nú vonar maður bara að loðnuveiðin verði góð á næstunni og að hingað berist meiri afli. Ef ekki með skipum þá landleiðina með flutningabílum,“ segir Magnús Róbertsson.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir