FréttirSkrá á póstlista

22.01.2010

Endaspretturinn hafinn á Vopnafirði

,,Við höldum okkar striki og stefnum að því að verksmiðjan verði tekin í notkun ekki seinna en 10. febrúar nk. Það kemur í raun ekkert annað til greina. Við treystum á að loðnuleitin beri árangur og það verði gefinn út loðnukvóti . Allar okkar áætlanir miðast við að verksmiðjan verði orðin keyrsluklár þegar loðnuveiðarnar hefjast,“ segir Sveinbjörn Sigmundsson, verksmiðjustjóri HB Granda á Vopnafirði.

Það má segja að endaspretturinn við byggingu nýju fiskmjölsverksmiðjunnar á Vopnafirði sé nú að hefjast og að sögn Sveinbjörns er nú mikilvægast að ljúka við að tengja rafmagn inn á dælur og annan búnað í verksmiðjunni. Það verk er reyndar hafið. Allur löndunarbúnaður er tilbúinn og Sveinbjörn segir að útskipunarbúnaður sé að mestu leyti kominn til Vopnafjarðar og er uppsetning á honum hafin.

,,Við erum bjartsýnir á að hægt verði að ljúka þessu verki á næstu þremur vikum. Hér eru um 50 manns í vinnu við framkvæmdirnar og stundum hvarflar það að manni að þeir þyrftu að vera fleiri,“ segir Sveinbjörn Sigmundsson.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir